Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Mars 2019

LÖG UM STEFNUMÓT, VIÐREYNSLU OG KYNNI

... Megintilgangur þessa frumvarps, og hér liggur fyrir, er að stofnanabinda allt sem lýtur að stefnumótum, viðreynslu og kynnum. Málaflokkurinn færist undir valdsvið sérstakrar ríkisstofnunar, Káfstofnunar ríkisins. Með lögunum er í fyrsta skipti á Íslandi skilgreint hvernig stefnumótum skuli háttað, hvaða skilyrði þarf að uppfylla til stefnumóta og mögulegra kynna í framhaldi af þeim. Öllum sem hyggja á stefnumót/kynni verður gert skylt að framvísa sérstöku eyðublaði („rauða eyðublaðinu“) við þann aðila sem þeir fella hug til ...