Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

2022

„Hatrið“ á lýðræðinu og ástin á Evrópusambandinu

Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER SKAÐRÆÐISSKEPNA - STÓRHÆTTULEGT ÁFENGISLAGAFRUMVARP

Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...

„Woke“ er fasískt - Hugleiðingar um bók Simon Elmer, „The Road to Fascism"

...  Elmer fullyrðir að vestræn samfélög stefni nú hratt í átt að fasísku alræði, þróun sem fjórða iðnbyltingin geri mögulega og sé drifin áfram af auðhringum og skrifræðisvaldi. Eftir fall Sovétríkjanna höfum við orðið ómeðvituð um hætturnar af alræði sem á sér uppruna hægra megin við miðju ...

VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna. Nýverið varð viðsnúningur ...

DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og  tóbaki er víða úthýst [i] , m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [l ex applicabilis] . Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni. Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

KÆRLEIKSBLÓM OG ILLGRESI

Aflóga gömul geymsla á útlægum íslenskum börnum, síðar ellihæli sem líka þurfti með valdboði að loka vegna ills aðbúnaðar vistmanna, Kumbarvogur er nafnið. Útkamrar einkenna skrifstofukompur við Borgartún í Reykjavík, sem óhæfar teljast sem bústaður manna. Illa haldin iðnaðarpláss og skemmur hér og þar, jafnvel gamlar verbúðir ...

Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...   Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd  Bennio Rosso   „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Hvers vegna skiptir sjálfstæði máli fyrir ríki og þjóðir?

...  Fólk getur t.a.m. stundum valið um „trúleysi“ eða að rækta ákveðna trú [trúfrelsi], að leggja deilumál sín fyrir dómstóla, hvar það vill búa [eða flytja til annars ríkis] o.s.frv. Með öðrum orðum, fólk hefur þá, að minnsta kosti að nafninu til, mannréttindi [margir njóta þó engra mannréttinda].  Eðlilegt þykir að fólk beiti þessum réttindum sjálft enda ganga þekktar kenningar [náttúruréttur] í heimspeki út frá því að fólk fæðist með ákveðin réttindi sem ekki verði af því tekin. Greinarhöfundur þekkir engin dæmi þess að fólk vilji framselja mannréttindi sín til annara ...