Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

September 2006

LAUSNIN ER Í HAFNARFIRÐI

Það ríkir einkennilegur dapurleiki í samfélaginu þessa sólarhringa. Ómar Ragnarsson hefur vakið svo rækilega athygli á því sem er að gerast við Kárahnjúka að lengi verður í minnum okkar – sem erum sandkorn og dropar þegar kemur að stórum ákvörðunum, haft.

Rúnar Sveinbjörnsson: ÁBENDINGAR TIL LEYNIÞJÓNUSTU RÍKISINS

Það er þekkt aðferð í stjórnmálum að skírskota til fortíðarinnar. Það gera margir stjórnmálamenn til að rökstyðja skoðanir sínar og fyrirætlanir, einnig grípa þeir til þjóðarsögunnar á hátíðastundum og eins  þegar þeir eru með einhver leiðindamál á bakinu.

Jón Bjarnason: ÞAÐ ÁTTI ALDREI AÐ EINKAVÆÐA LANDSÍMANN

Sæll og blessaður Ögmundur.Einkavæðing Símans hittir nú landsmenn enn á ný. Nú er það öryggiskerfið. Eins og við þingmenn Vg bentum á þá er grunnfjarskiptakerfið hluti öryggismála og átti alls ekki að einkavæða.

ÞÖGNIN ÆPIR

Eins og við var að búast sögðu fulltrúar Landsvirkjunar iðnaðarnefnd Alþingis að þá því aðeins fengi nefndin upplýsingar um orkuverð frá Kárahnjúkavirkjun að nefndin undirgengist trúnað – sem þýðir á mannamáli að segja ekki nokkrum manni frá verðinu sem ALCOA borgar fyrir orkuna.

Guðjón Jensson: VERÐUR LANDSVIRKJUN TEKIN UPP Í SKULD?

Sæll Ögmundur.Kostulegar voru yfirlýsingarnar frá klisjukarlinum í (banka-) kassanum nú á dögunum. Margt minnir á þegar hann var í hlutverki Bubba kóngs um árið og síðar þegar hann var borgarstjóri í Reykjavík: hann stóð í stríði við nágrannasveitarfélagið Kópavog út af Fossvogsbrautinni sem hann vildi leggja (sennilega allir mjög sáttir við að horfið væri frá því) og þáverandi ríkisstjórn með því að kynda rækilega undir verðbólgubálið á þann hátt að hann hækkaði gjaldskrá Hitaveitu Reykjavíkur upp úr öllu valdi - og til að bæta gráu ofan á svart, að binda gjaldskrána við byggingavísitöluna.