Það er lærdómsríkt að fylgjast með pólitík. Þar virðist t.d. skipta alveg rosalega litlu máli hvort fólk segir satt eða ósatt, hvort fólk stendur við orð sín eða segir bara „allt í plati".
Það var aðfararnótt 20. mars 2003, upp úr klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma, sem þrjúhundruð þúsund manna herlið, aðallega frá Bandaríkjunum og Bretlandi ásamt fámennum hersveitum frá Ástralíu, Póllandi og Danmörku, réðist inn í Írak.
Fjölmiðlar nútímans eru skrýtin fyrirbæri, skrýtnust fyrir það sem ekki er sagt og ekki spurt um. Þar að auki flytja þeir í sífellu allir sömu fréttirnar án þess að nokkur þeirra bregði nýju eða skiljanlegra ljósi á umfjöllunarefnin.
. . . Í upphafi. Fyrir um fimmþúsund árum var leirkerasmiður að ganga um í sól og hita í miðri Persíu, skammt frá bústað sínum þegar hann tekur efir litbrigðum í jörðinni.
Hús eru kennileiti borgar og samfélags. Þau verða táknmyndir, hluti af hugarheimi lífssýn og gildismati. Kirkja,skólabygging, Alþingishús, listasafn, Þjóðleikhús, spíatali.