Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Febrúar 2025

Einpóla heimsskipan blásin af?

... Hvað er þessi Einpóla heimsskipan sem um ræðir? Einpóla og „hegemónískt“ valdakerfi á hnettinum inniber að einn aðili hafi yfirráð á heimsvísu í krafti hernaðarlegs forskots og óumdeilanlegs yfirburðavalds. „Hegemóninn“ setur öllum öðrum kosti og gefur sér í reynd sjálfdæmi í deilum. Hann kemur líka fram sem heimslögregla og tryggir öryggið sjálfur ...

GERUM TILRAUN UM HANDFÆRAVEIÐAR VIÐ GRÍMSEY

Ég hef verið að reyna að vekja máls á tveim þáttum, sem tengjast byggðamálum. Annars vegar um þrætueplið um það, hvort frjálsar handfæraveiðar geti skaðað fiskistofna og hins vegar um hnignandi byggð í Grímsey, en með litlum árangri hingað til. Varðandi hið fyrra atriði er mikið um fullyrðingar á ...

Öryggismálin: Hvað er breytt á Norðurvígstöðvunum?

... Sókn NATO til austurs í Evrópu og gegn Rússlandi er vissulega algjör meginþáttur í viðhaldi hinnar „einpóla“ skipanar. En nú hafa orðið þau megintíðindi á þeim vígstöðvum að NATO er nokkurn veginn búið að tapa stríði sínu í Úkraínu. „We just have to be realistic about the fact that Ukraine has lost” segir Rubio. Og sá veruleiki hefur mikil áhrif, líka upp á Norðurslóðir. ...