Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

2005

SVARTÁLFUR

Gamlir vinstripönkarar kenndir við 68 létu áður þann orðróm ganga að maður,dulbúinn sem Björn Bjarnason blaðamaður, væri handgenginn CIA á Íslandi.

ÞAÐ KOM BRÉF

Ég fékk bréf fyrir nokkru.  Það er alltaf gaman að fá bréf,  það sýnir eð einhver man eftir manni.  Að vísu var sá galli að þetta bréf var frá herra Opinberum, umslagið var merkt Tryggingastofnun ríkisins.  Það er nú svo að þegar við fáum bréf frá herra Opinberum fáum við grun um að eitthvað illt sé á ferðum.  Og þegar ég las bréfið frá honum kom í ljós að árið 2004 hafði hann borgað mér krónur 237.852, nákvæmlega í örorkubætur en þar sem ég hafði haft of miklar tekjur frá öðrum það árið, bæri mér að endurgreiða þetta.  Það er í sjálfu sér rétt að ég er vinnandi maður og hef sennilega sæmilegar tekjur, en mundi ekkert eftir að hafa fengið neitt frá herra Opinberum á því ári.  Svo ég fór í tölvuna  og fletti gegnum bankareikninginn minn, og viti menn,  þar var engin greiðsla sjáanleg frá herra Opinberum.  Þá hringdi ég í vinnukonu hans hjá Tryggingastofnun og vildi fá að vita hvert þessir peningar hefðu farið.  Henni fannst eins og mér að þetta væri hið versta mál og hún skyldi athuga það.  Hún brást snöfurmannlega við og síðar sama dag hringdi hún í mig og sagði að þessa penginga hefði ég aldrei fengið en aftur á móti fengið í janúar á þessu ári  kr.

MIÐJA GROUP

Baráttusvið væntanlegra sveitarstjórnakosninga er smátt og smátt að opnast. Þótt við, sem búum utan Reykjavíkur, lítum ekki á okkur sem pólitísa aukaafurð, þá fer ekki hjá því að í höfuðborginni er líklegast að meginstrauma verði vart – strauma sem hafa heilmikil áhrif á landsmálapólitíkina.

SAMFYLKINGIN SEGI HVORT HÚN VILJI VINNA TIL HÆGRI EÐA VINSTRI

Í lok apríl á síðastliðnu ári skrifaði ég grein á þennan vef sem bar nafnið ,,Tvígengisvélin hikstar". Tilefni greinar þeirrar var að þá var mikil krísa í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þar sem forseti Íslands hafði neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin s.k., og allar líkur á að lögin yrðu borin undir þjóðaratkvæði.

TÍMINN OG SÍMINN

Þegar ég var unglingur þá orti ég lítið ljóð sem var á þessa leið:Þegar Saman og Gaman voru samanþá þótti þeim gamanog þegar Gaman og Saman þótti gaman,þá voru þeir saman.Þetta minnir mig einhvernveginn á tímann og Símann, því tíminn sem leið frá því kjötkatlafurstar einkavæðingar vildu fyrst gefa Símann og þar til þeir gáfu hann, var á margan hátt einkar dýrmætur tími.

FLUGVÖLLUR Í LAUSU LOFTI...

Flugvöllurinn í Vatnsmýri á að vera þar sem hann er, allt þar til menn hafa fundið lausn sem er sambærileg eða betri en sú sem nú er að virka.

FJÖLKVENNUM OG - MENNUM 24. OKTÓBER!

Þrjátíu ár eru liðin síðan íslenskar konur tóku sér frí frá störfum heima og heiman til að sýna framlag sitt til samfélagsins með áþreifanlegum hætti.

EF ÉG VÆRI RÍKUR?

Fyrir sextán árum eða svo hætti Jóhannes í Bónus að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands og stofnaði sína eigin búð – BÓNUS  að sögn ásamt rúmlega tvítugum syni sínum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.

HÖNDIN ER BÓLGIN OG BLÁ

Allt frá þeim degi er Jón Ásgeir Jóhannesson neitaði að greiða tíund í sjóði Sjálfstæðisflokksins, hefur fyrirtækið Baugur verið í sóttkví Davíðs Oddssonar.

EFTIRMÆLI

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor við Háskóla Íslands hefur orðið að breyta hefðbundnum lofgreinum sínum um Davíð Oddsson í eftirmæli.