Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Maí 2004

Skólagjöld eða góð menntun

Vandræðagangur Háskóla Íslands virðist ætla að ná nýjum hæðum í umræðunni um skólagjöld. Sífellt fáum við nýjar ekki-fréttir um að ekki eigi að taka afstöðu að svo komnu máli til þess hvort setja eigi skólagjöld á nám við stofnunina.

Hannesk vísindi

Þá hefur hið háa Alþingi samþykkt fjölmiðlafrumvarpið. Stjórnarandstaðan hélt því fram að handjárnin/hlekkirnir hefðu haldið á stjórnarliðum.

Guðsvolaða þjóð

Nú hafa íslenskir ofsatrúarmenn í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sagt að við megum aldrei styggja vini okkar í Ísrael.

Hver vill kaupa lyf af VÍS?

Það væri áhugavert rannsóknarefni að grennslast fyrir um hvað varð um Sambandið, sem var stolt framsóknarmanna.

Sigur skynseminnar í augsýn

Það voru gleðitíðindi fyrir kvenfrelsissinna þegar Vændisfrumvarpið svokallaða var afgreitt til annarrar  umræðu á Alþingi í vikunni.

Til vinstri við vinstri?

Röksemdafærsla stjórnarandstöðunnar gegn fjölmiðlafrumvarpinu er háalvarlegt mál. Hún heldur því fram að væntanleg lög muni skerða atvinnufrelsi manna og tilfærir einnig að lán bankanna til Norðurljósa verði í uppnámi, að hætta sé á að lífeyrissjóðir tapi tveimur milljörðum sem þeir eigi hjá Norðurljósum, ef frumvarp ríkisstjórnarinnar nær fram að ganga.

Markaðurinn er vandinn

Fjölmiðlafrumvarppið svokallaða hefur vakið eitthvert mesta fjölmiðlafár sem menn muna.  Það er ekki að undra því með frumvarpinu eru stjórnvöld að ganga þvert á, og jafnvel til baka, á  síbylju undanfarinna ára um lífsnauðsyn markaðsvæðingar, og einkavæðingingar sem öllu ætti að bjarga.Í sjálfu sér er ekki ástæða til að kvarta yfir því og ánægjulegt að sjá stuttbuxnadeildina berjast hatramlega gegn sínum eigin draug.  En ég leyfi mér að efast um að hér sé allt sem sýnist.  Auðvitað dylst engum að þessu frumvarpi er stefnt gegn einu fyrirtæki eða jafnvel einum manni.  Ekki ætla ég að draga úr því að Baugur hefur nær alveldi  í smásölu og fyrirferð á öðrum vígstöðvum er með ólíkindum, en þeir eru ekki þeir einu sem hafa sölsað undir sig óhóflegan hlut í skjóli messu markaðsvæðingar.

Spennandi dagar

Ríkisstjjórnarmeirihlutinn hyggst setja lög sem takmarkar samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þessu hefði undirritaður satt að segja ekki trúað fyrir fáum mánuðum.