PENTAGONÍSLAND
29.04.2006
Hernaðarþjónkun íslenskra valdhafa við Pentagon er skrýtið þrotabú. Á Vallarsvæðinu verður brátt mannauðn í bandarískri íbúðabyggð sem telur 900 þokkalegar fjölskylduíbúðir, skóla, verslanir, kirkju m.m. Sagt er að þorp þetta sé virði 30 milljarða en allt er óráðið með framtíð þess.Sama gildir um hernaðarmannvirki, flugvöll, flugturn og fleira góss.