Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Október 2019

SÝRLANDSSTRÍÐIÐ - INNRÁS SEM TAPAÐIST

...  Sýrlandsstríðið er staðgengilsstríð að forminu en að innihaldi er það innrásarstríð heimsvaldasinna gegn fátæku landi. En sagan um þetta stríð er saga af vestrænni fjölmiðlaeinokun og fréttastýringu sem slær öllum fyrri stríðum við, höfum við þó oft séð það svart. Hin stýrða útgáfa snýr öllum hlutum á hvolf: samkvæmt henni snýst stríðið um „uppreisn alþýðu“ gegn harðstjóra. Vestræn afskipti eru þar lítil og eingöngu í mannúðarskyni ...

TVÆR LJÓSMYNDIR OG EINFÖLDUN REGLUVERKSINS

Í Morgunblaðinu í dag, þann 21. október, er frétt um „einföldun regluverksins“. Með fréttinni fylgja myndir af tveimur ráðherrum. Myndirnar vekja strax upp minningar um aðra mynd, frá Bandaríkjunum. Skoðum þessar myndir betur ...

UMSÁTRIÐ UM SIRTE: LOKAHNYKKUR NAUÐGUNARINNAR Á LÍBÍU

Oftast er dauði Muammars Gaddafis afgreiddur á svipaðan hátt og stríðið í Líbíu árið 2011. Á íslensku Wikipedia segir til dæmis: „Stjórn Gaddafi var steypt af stóli og Gaddafi flúði til Sirte en var þar handsamaður og drepinn af uppreisnarmönnunum“. Miðað við frásögn sem þessa mætti ætla að Gaddafi hafi falið sig fyrir almenningi, en hafi náðst og þá var sagan öll. En þetta er ævintýri. Hér verður rakinn hinn raunverulegi aðdragandi dauða Gaddafis og endaloka Jamahiriya stjórnarinnar í Líbíu. Notast er við fréttaskot frá ...

TYRKNESKUR ÞJÓÐRÉTTARGLÆPUR OG KÚRDÍSKAR VILLIGÖTUR

... Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda. Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja ...

Kári: VALDHEIMILDIR ESB OG ORKUMÁL

...  Þegar Evrópusambandið, og aðildarríki þess, „deila valdheimildum“ (shared comptetence) þá missa aðildarríkin jafnframt valdheimildir sínar [competence] til þess að setja lög og taka ávarðanir á viðkomandi sviði, þegar Evrópusambandið ákveður að setja reglur (reglugerðir, tilskipanir). Af þessu er strax ljóst að ríki heldur ekki áfram fullu valdi á sviði sem fellur undir „ shared competence “ [ eins og orka gerir eftir Lissabon-sáttmálann ]. Í stuttu máli merkir það að tveir aðilar [ESB vs. aðildarríki] deila rétti til þess að setja lög og taka ákvarðanir á ákveðnum sviðum, en Evrópurétturinn er þó ríkjandi [kjósi Evrópusambandið að aðhafast ...