Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Maí 2006

HREINAR LÍNUR SKILA ÁRANGRI

Vinstrihreyfingin – grænt framboð getur verið stolt af árangri sínum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Skýrar áherslur flokksins í umhverfismálum, félagsmálum og skólamálum vöktu athygli en yfirskrift baráttunnar var „Hreinar línur“ — sem kjósendur virtust kunna að meta.

Í HVERN HRINGIR ÖSSUR Á NÆSTKOMANDI SUNNUDAG?

Össur Skarphéðinsson skrifar dramatískan greinarstúf í Morgunblaðið á mánudag. Þessi fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hins svokallaða nútíma jafnaðarmannaflokks sem hefur því miður siglt jafnt og þétt upp að hlið Sjálfstæðisflokksins í öllum meginmálum, ákallar nú “sanna vinstrimenn” til fylgis við sinn miðjusækna markaðshyggjuflokk.

FURÐUSKRIF ÖSSURAR

Í sumar leið skrifaði ég blaðagrein sem eins konar andsvar við grein eftir ágætan Samfylkingarmann sem vildi gera því skóna að VG myndi leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í Reykjavík. Þetta kom upp í huga minn í morgun þegar ég fletti Morgunblaðinu og las grein eftir Össur Skarphéðinsson þar sem dylgjað er um meint daður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Vinstri græn í mikilli sókn

Kosningabarátta Vinstri grænna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 27. maí hefur hvarvetna gengið vel. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er alls staðar í sókn og bætir verulega við sig fylgi og tvöfaldar það sums staðar frá kosningunum fyrir fjórum árum.

MERKINGARLAUS PÓLITÍK

Bé-listamenn í höfuðstaðnum (sem halda því reyndar þokkalega leyndu að þeir séu í framboði fyrir Framsóknarflokkinn) hafa tilkynnt þjóðinni að hún sé sátt við að hafa flugvöll á Lönguskerjum.