Fara í efni

RÖNG STÓRIÐJU-STEFNA VG

 

Í upphafi.

Fyrir um fimmþúsund árum var leirkerasmiður að ganga um í sól og hita í miðri Persíu, skammt frá bústað sínum þegar hann tekur efir litbrigðum í jörðinni. Jú, litir á svæði sem væru öðruvísi en aðrir litir þarna. Hann beygir sig, forvitnin rekur hann áfram og hann handleikur þetta jarðefni. Honum finnst það líkjast leir sem hann notar við iðju sína. Hann telur sig vera heppinn og lofar guðuna fyrir að þurfa nú ekki lengur að fara óraleiðir eftir leirnum.

Þegar heim kemur prófar hann efnið. Það reynist ekki eins og hann vonaði, ekki hægt að smíða leirker úr því. En þegar hann blandar leir og þessu efni saman gengur dæmið upp og hann sér að getur sparað með því að nota þessa blöndu, drýgt efnið. Um leið þarf hann ekki lengur að fara langar leiðir eftir leir þar sem hann getur náð i efnið skammt frá bústað sínum. Þar með kemur notagildi og sparnaður fram í fyrsta sinn í álgeiranum úr rauðleitu báxítsefninu.

Um árþúsundir hefur ál sannað notagildi sitt: um 5000 fyrir Krist eru Persar farnir að nota báxít í leirpottagerð blandað saman við leir og þótti þessi gerð leirbáxíts bera af öðrum leirvörum í styrkleika á þessum tíma. Forn-Egyptar og Babylóníumenn notuðu báxítið til litunar til dæmis á klæðum, einnig Föníkíumenn en nafn þeirra er dregið af litnum á þeim klæðum sem þeir báru. Báxítið var einnig notað í snyrtivörur og lyfjaiðnað í fornöld í þessum ríkjum.

Báxít er eitt algengasta efnið í jarðskorpunni eða um 8% þeirra efna. Það fannst í Frakklandi 1822 við bæinn Les Baux og er nafnið báxít dregið af bænum. Það er þó ekki fyrr en árið 1825 sem Daninn Christian Ørsted tókst með tilraunum að framleiða nokkur grömm af málminum áli og kemst þá skriða á málin með auknu notagildi báxíts til framleiðslu á áli.

Fróðleikur um losun Co2 og áhrif þess á umhverfið

Um 80% af þeirri orku sem er nú notuð í heiminum kemur frá jarðeldsneyti úr jörðu.

  • Notkun jarðefnaeldsneytis er helsta uppspretta gróðurhúsaáhrifanna á jörðinni. Stern-skýrslan og IPCC-skýrslan leggja því áherslu á nýtingu annarra orkulinda en jarðeldsneytis sem þátt í að draga úr gróðurhúsaáhrifunum á hnattræna vísu.
  • Losun koltvísýrings frá raforkuframleiðslu úr jarðeldsneyti til álvinnslu var rúmlega 110 milljón tonn af CO2 á árið 2007.
  • Farþegaflug, ferðamannaiðnað og vöruflug, þ.e. flug frá og til Íslands og innanlands, nemur um 4.2 milljónum tonna af CO2, sem er svipuð og losun.
  • 16 álver, mælt í CO2, eins og þau eru hér á landi. Hvert tonn af áli sem framleitt er á Íslandi eða 790 þúsund tonn með raforku úr vatnsorku í stað raforku úr jarðeldsneyti sparar andrúmsloftinu 13,2 tonn af koltvísýringi. (790 þúsund x 13,2 CO2) = 13.2 milljóna af CO2 sparnaður á hnattræna vísu.
  • Til þess að framleiðsla á Íslandi komist í 1,0 milljón tonn á ári þyrfti nálægt 16 TWh/a (terawattstundir á ári), reiknað í orkuveri, t.d. 12 úr vatnsorku og 4 úr jarðhita. Orkulindir okkar ráða vel við það. Sú álvinnsla sparaði andrúmsloftinu 13,2 milljón tonn á ári hnattrænt borið saman við að álið fyrir utan þess, sem kæmi til baka í sparnaði, væri framleitt með rafmagni úr jarðeldsneyti sem losar 14,2 tonn CO2 á framleidd tonn af áli.
  • 1,0 milljóna tonna álframleiðsla á Íslandi „sparaði" því andrúmsloftinu 13.2 milljón tonn á ári.
  • Það sparar fimmfalt núverandi innanlandslosun á Íslandi og um 12% af núverandi losun í heiminum vegna raforkuvinnslu til álframleiðslu!
  • Ættum við virkilega að þurfa að rækta skóg ofan á þennan sparnað? Getur eitthvert annað ríki sparað mannkyninu fimmfalda núverandi losun sína? Við verðum að muna að það er heimslosunin ein sem skiptir máli fyrir gróðurhúsaáhrifin. Ekki hvar í heiminum hún á sér stað. En þetta er í sjálfu sér ekki gegn því að rækta skóg á Íslandi!

Ísland getur ekki orðið leiðandi í áliðnaði heimsins. Árið 2005 var álframleiðsla á Íslandi 272,5 þúsund tonn (kílótonn, kt.) og heildarframleiðsla í löndum innan Alþjóðaálstofnunarinnar (IAI, International Aluminium Institute) 23.463 kt.

Hlutur Íslands var þannig 1,2% af heildarframleiðslu áls innan IAI. Heimsframleiðslan af áli var hinsvegar í kringum 30.000 kt. eða meira (Kína er t.d. utan IAI), þannig að hlutur Íslands í henni hefur verið um 0,9%.

Almannahagsmunir eru að virkja vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu. Þeir hagsmunir eru nú ríkari en nokkru sinni fyrr í heimi sem fær 80% orku sinnar úr jarðefnaeldsneyti og er ógnað af gróðurhúsaáhrifunum. Það eru sameiginlegir hagsmunir heimsbyggðarinnar og almennings á Íslandi.

Þetta kemur greinilega fram bæði í Stern-skýrslunni og IPCC-skýrslunni og svo öðrum skýrslum og viðurkenndum rannsóknum sem lúta að sparnaði á CO2.

Það hljóta allir skynsamir menn að sjá.

Skynsömum mönnum getur skjátlast en ef þeir eru skynsamir viðurkenna þeir mistök sín ef þeim skjátlast. Ég vona að umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra og þingmenn séu allir skynsamir menn og vinni þjóð sinni og heimsbyggðinni til heilla og skoða málin án þessa að láta einkapólitísk sjónarmið og pólitíska hugsun ráða ferðinni og fari að skoða umhverfismál á hnattræna vísu en ekki pólitíska eins og VG og Samfylkingin hafa gert hingað til og þar með ekki hugað að verndun andrúmsloftsins heldur frekar unnið gegn henni. Ísland er ekki eyland í umhverfismálum.

Pólitískar vinsældaveiðar og lítt vísindalegar skoðanir sem nú eru efst á baugi mega ekki ráða ferðinni til að fá klapp á öxlina og X á kjörselinn það eru svik bæði við náttúruna og þær kynslóðir sem á eftir okkur koma..

Íslendingar geta lagt stærri skerf af mörkum í baráttunni við þá vá sem öllu mannkyni stafar af gróðurhúsavandanum. Framlag okkar Íslendinga er að hafa þessa vinnslu hér á landi. Og við þurfum samt ekkert að óttast að eiga ekki aðgang að ósnortinni náttúru!

Líklega er mesta hættan í því fólgin að mönnum mistakist að vinna bug á gróðurhúsaáhrifunum sem er fólgin í hugsunarhættinum. Tilhneigingunni til að skjóta sér sjálfum undan vanda með alls kyns afsökunum en ætla öðrum að leysa hann og óvísindalega hugsun og menntunarleysi í umhverfismálum. Sú hugsun sæmir síst Íslendingum þar sem hver um sig ræður yfir hundrað sinnum meiri efnahagslegri vatnsorku en hver jarðarbúi að meðaltali og jarðhita að auki.

Íslensk raforka, sem framleidd er með fallorku vatns eða þrýstiorku gufu, er dýrari en raforka framleidd með olíu í Rússlandi eða kolum í Kína Suðurafríku Ástralíu.

Í þessum löndun er nú verið að reisa álver sem eiga að vera með framleiðslugetu upp á 3 milljónir tonna af áli og orkugjafinn er jarðeldsneyti með CO2 útstreymi 14.2 x 3 milljón tonn eða 42,6 tonn af CO2.

Ef fallorka og jarðorka væri notuð væri talan 4,5 tonn og af því kæmi til baka í sparnaði á hnattræna vísu 13.2 x 3 = 39,6 tonn.

Flestir álframleiðendur eru stórfyrirtæki með fjölmargar verksmiðjur. Þeir eru með fasta viðskiptavini og samninga til langs tíma. Ef þeir framleiða ekki hérlendis gera þeir það annars staðar og stærstu álver sem er verið að reisa í dag eru bæði í Ástralíu. Þau sem eru að fara af stað í Suður Afríku nota kol og svo í Dubai með jarðolíu en Qatar með gasi. Framleiðsla þessara álvera eykur útstreymi á CO2. Framleiðsla annarra málma, í stað áls, er líka orkukrefjandi og eykur líka útstreymi á CO2.

Hlýnun andrúmloftsins stafar ekki af auknu CO2-magni eingöngu, heldur minni skýjahulu og þar með minna endurkasti sólarljóss. Dani að nafni Henrik Svensmark hefur útskýrt hvernig þetta gerist. Mikil brennsla kolefna með framleiðslu á CO2 er óæskileg af öðrum ástæðum. Til dæmis er olía undirstaða efnaiðnaðar og plastsiðnaðar sá iðnaður sem mengar meira, eins og nýjar tölu sýna. Sú olía sem við brennum í dag verður ekki notuð til annara hluta á morgun. Sé litið til jákvæðrar aðleiðingar losunar CO2 út í andrúmið, má nefna betri vöxt jurta.

Ef gróðurhúsamenn vilja láta taka sig alvarlega, verða þeir að útskýra hvers vegna rannsóknir sýna að aukning/lækkun hita á Jörðinni kemur á undan CO2 aukningu/lækkun.

Þversögn málsins er, að ef CO2 veldur hitun er hitunarferillinn óstöðvandi, því að sannanlega losar hitun mikið magn af CO2 úr sjónum.

Koltvísýringur í andrúmsloftinu er bráðnauðsynlegur öllu lífi á jörðinni. Væri hann ekki fyrir hendi gætu plöntur alls ekki þrifist og þar með ekkert líf. Plöntur vinna kolefnissambönd (mjölva, sykur) úr koltvísýringnum með aðstoð sólarljóssins, eins og alþekkt er. Koltvísýringur er því ekki eitur, heldur undirstaða alls lífs á jörðinni. Plöturnar anda að sér CO2 en anda frá sér súrefni. Dýr og menn anda að sér súrefni en anda frá sér CO2. Þetta er því hringrás.

CO2 verður til við bruna í líkömum dýra, rotnun lífvera og bruna á eldsneyti. Eldfjöll og hverasvæði anda óhemju magni af CO2 frá sér. Koltvísýringur verður til við gerjun víns, þegar brauðdeig er látið hefast, og er ómissandi í gosdrykki. Aðalhráefnið í framleiðslu á grænmeti og ávöxtum, og reyndar öllum gróðri, er koltvísýringur.

Þetta er því fremur matur en eitur og alls ekki mengun. Margir rugla saman koltvísýringi og mengunarskýjum, sem oft sjást yfir stórborgum. Þau eru allt annars eðlis. Þar er um raunverulega og skaðlega mengun að ræða. Koltvísýringur er ósýnilegur og lyktarlaus og algerlega skaðlaus í því litla magni sem hann mælist í andrúmsloftinu (0,036%, eða um 1:3000).

CO2 hleypir í gegn um sig stuttbylgju hitageislum frá sólinni en dregur í sig langbylgju hitageisla frá yfirborði jarðar. Við það hitnar lofthjúpurinn örlítið til viðbótar. Yfirborð jarðar fær þannig varmageislun beint frá sólinni og auk þess viðbótarvarmageislun frá CO2 í lofthjúpnum. Þannig mælist hærra hitastig við yfirborð jarðar, þó svo jörðin og lofthjúpurinn sem heild séu í jafnvægi gagnvart heildarinnstreymi varmaorku frá sólinni. Þetta hefur í för með sér kólnun í efri loftslögum. CO2 er nánast ógegnsætt fyrir innrautt ljós með um 15 míkrómetra öldulengd.

Án gróðurhúsalofttegunda væri meðalhiti jarðar mínus 18°C, en er plús 15°C vegna gróðurhúsaáhrifa, að mestu vegna loftrakans.

Lönd á borð við Sviss, Ítalíu, Austurríki, Þýskaland, Frakkland, Spán, Bandaríkin, Noreg og Svíþjóð hafa þegar virkjað frá 70-90% sinnar efnahagslegu vatnsorku án þess að náttúra þessara landa væri lögð í rúst. Sviss hefur t.d. virkjað yfir 90%. Samt koma milljónir ferðamanna til Sviss á hverju ári, einmitt til að skoða stórbrotna náttúru. Í nákvæmlega sama tilgangi og ferðamenn koma til Íslands!

Það er hrein bábilja sem haldið er fram að nýting orkulindanna eyðileggi náttúruna og leggi ferðaþjónustuna í rúst. Það sýnir reynslan frá öðrum vatnsorkulöndum svo að ekki verður um villst.

Engum dettur í hug að halda því fram að ekki sé lengur nein skoðunarverð náttúra í Sviss, Noregi, Austurríki, Þýskalandi vegna þess að vatnsaflsvirkjanir séu búnar að eyðileggja hana! Hversvegna er þá talin hætta á því á Íslandi?

Flúrsambönd eru milli 6000 og 9000 sinnum virkari gróðurhúsalofttegundir en koltvísýringur, til að mynda hefur Alcan í Straumsvík náð að draga saman útstreymi flúorskolefna úr rúmlega 420.000 tonnum CO2 ígilda árið 1990 í tæp 7.000 tonn árið 2007, meðal annars með endurbættri vinnslutækni og tölvustuddri stýritækni. Á sama tíma segja menn að engin hátækni sé í álverum.

Óhapp varð sumarið 2006 álverinu í Straumsvík þegar kerskáli 3 varð óstarfhæfur. Viðbrögð starfsmanna og færni þeirra vakti athygli vakti um allan álgeirann og leiddi til þess að þegar svipað óhapp varð í álveri Alcan í Bretlandi voru starfsmenn úr Straumsvík fengnir til að aðstoða við að ná tökum á þeim vanda. Mikil og verðmæt þekking til útflutnings hefur þannig orðið til í íslenska orkugeiranum og hjá Alcan. Þrátt fyrir þetta líta sumir stjórnmálamenn til okkar með fyrirlitningu og líta á starfsmenn álvera sem undirmálsfólk og kunna ekki að meta þá þekkingu sem er til staðar t.d. hjá starfsmönnum né á þá menntun sem starfsmenn Alcan á Íslandi hafa flutt út til annara landa í sama iðnaði.

Enginn keyrir bíl nema að minnsta kosti telja sig eiga eitthvert erindi með keyrslunni. Það erindi getur vel verið sjálf ánægjan af akstrinum. Fyrir andrúmsloftið er betra að aka um á tvinnbíl en stórum eyðslufrekum jeppa. Frá sama sjónarmiði er líka best að sem mest af áli sé notað í bílinn í stað þyngri málma hvort sem bifreiðin er tvinnbíll eða jeppi. Talið er að hvert kg af áli sem notað er í bíl í stað þyngri málma spar andrúmslofinu 28 kg af CO2 yfir endingartíma bílsins, sem er stuttur borið saman við meðaldvalartíma CO2 í andrúmsloftinu. (Meðaltal fyrir mismunandi bílategundir; líklega lægra fyrir tvinnbíl en hærra fyrir jeppa.)

Þetta merkir að ef 8,5 til 10% af framleiddu áli er notað í bíla nægi það til að vega upp losunina við framleiðslu þess á Íslandi, 1,5 kg af CO2 á hvert kg af áli. Í reynd er miklu hærra hlutfall af framleiddu áli notað í bíla. Álframleiðsla við „íslenskar aðstæður" hvar sem er í heiminum, þ.e. með raforku úr öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti, sparar því andrúmsloftinu útblástur CO2 borið saman við að ál væri alls ekki framleitt og þyngri málmar notaðir í farartæki.

Þetta sýnir hvílík endaleysa það er að taka álvinnslu á Íslandi með í Kyoto-bókunina: starfsemi sem stuðlar að markmiði bókunarinnar en vinnur ekki gegn henni! Álvinnsla á Íslandi á ekki heima þar inni. Hvers vegna er flugumferð á Íslandi ekki þar inni og ferðariðnaðurinn sem er stærsta stóriðja Íslands og mesti mengunarvaldurinn? Ferðaiðnaðurinn á Íslandi losar um 4,2 milljón tonn af CO2, eins og 16 álver af þeirri stærða gráðu sem hér er í Straumsvík.

Það er heimslosunin á CO2 ein sem skiptir máli ekki hvar hún á sér stað. Það er það sem Íslendingar eiga að huga að ekki beina sjónum að einum þætti, það sýnir aðeins þröngsýni og vilja til að bæta ekki þar úr sem bæta á og árangur verður lítil sem enginn, verði sú skoðun áfram.

Landsvirkjun er fyrirtæki sem er 100% í eigu almennings á Íslandi; til skamms tíma ríkis og sveitarfélaga, nú ríkisins eins. Eigið fé Landsvirkjunar er því fé almennings. Það er hagur almennings að arður af því fé sé sem mestur. Með ríkisábyrgð fást hagstæðari lán en án hennar. Það minnkar lánakostnað og stuðlar með því að meiri arðsemi eiginfjár, þ.e. af fé almennings. Þessi arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar hefur aldrei verið neitt leyndarmál heldur aðgengileg almenningi. Hún er það sem skiptir almenning, eigandann, höfuðmáli.

Landsvirkjun upplýsti að áætluð arðsemi af eiginfé í Kárahnjúkavirkjun sé 11,9% á ári. Var áður áætluð 12,5% en áætlunin var lækkuð þegar óvæntar aðstæður gerðu virkjunina heldur dýrari en talið var. Hvorugar tölurnar hafa verið neitt leyndarmál, enda eiga þær ekki að vera það. Þeir stjórnmálamenn sem mest beittu sér gegn Kárahnúkavirkjun og þeir hópar er hæst létu sögðu það bæði í riti og orðum að það yrði tap á þessari framkvæmd og sögðu meðal annars að allt færi til fjandans eldgos jarðskjálftar stíflan myndi bresta, arðsemin af virkjuninni yrði einungis 4 til 6 %.

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað eftir að þessir útreikningar voru gerðir og er arðsemin nú 13.5%. Vegna hagstæðra samninga um raforkuverð sem er miðað við álverð nú er skortur á áli á álmörkuðum má ætla að heimsmarkaðsverð á áli fari hækkandi á miðju árinu 2008 fram til 2009 og hækka enn meir á næstu árum. Að þessu sögðu mun arðsemin af Kárahnjúkavirkjun aukast enn frekar og fara jafnvel upp í 15 til 17%. Menn geta svo deilt um hvort þetta sé viðunandi arðsemi ef menn vilja, virkjunin borgar sig upp á skemmri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Ísland ræður yfir 100 sinnum meiri efnahagslegri vatnsorku á mann en hver jarðarbúi að meðaltali. Ísland liggur svo langt úti í hafi að flutningskostnaður rafmagns um sæstreng gerir raforku frá Íslandi ósamkeppnishæfa, jafnvel á Bretlandseyjum, eins og margendurteknar úttektir á liðnum áratugum hafa leitt í ljós. Breytingar á því eru ekki í sjónmáli. Vegna þess er engin tilviljun að hægt er að fá ódýrara rafmagn á Íslandi en víða annarsstaðar. Undirboði af Íslendinga hálfu er þar ekki um að kenna.

Loks segir í hagspá greiningardeildar Kaupþings að umræða um byggingu álvers á Bakka við Húsavík muni verða háværari þegar núverandi hagsveifla endar og fleiri merki um niðurskurð hins opinbera taki að berast. Viðsnúningur í utanríkisviðskiptum verður einungis í íslenska álgeiranum en hvergi annars staðar eins og málin hafa þróast, þar sem álútflutningur eykst en innflutningur dregst saman og í takt við minnkandi útgjöld. Spáin gerir ráð fyrir samdrætti í fjarfestingu atvinnuvegana á þessu ári þar sem stóriðjuframkvæmdu er mestu lokið.

Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings. Vitna ég í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja. 

Kaupþing segir einnig að samkvæmt útreikningunum megi búast við að útflutningsverðmæti áls aukist úr rúmum 80 milljörðum króna í um 135 milljarða á þessu ári og verði komið í um 140 milljarða á árinu 2009.

Niðurskurður á þorskkvóta um þriðjung kemur hins vegar niður á útflutningnum og er reiknað með að kostnaður niðurskurðarins verði á bilinu 15-20 milljarðar á ári.

Greiningardeild Kaupþings segir enn fremur að hagvöxtur næstu ára muni verða drifinn áfram af viðsnúningi í utanríkisviðskiptum þar sem álútflutningur muni aukast og innflutningur dragist saman í takt við minnkandi útgjöld þjóðarinnar.

Búist er við samdrætti í fjárfestingu á þessu ári en svo eykst hún aftur á næsta ári sem helgast eingöngu af Helguvíkurverkefninu. Gert er ráð fyrir að þær framkvæmdir hefjist í ár og nái hámarki á næsta ári.

Loks segir í hagspá greiningardeildar Kaupþings að umræða um byggingu álvers á Bakka við Húsavík muni verða háværari þegar líði undir lok núverandi hagsveiflu og fleiri merki um niðurskurð taki að berast.


Hvar væri Íslenskt þjóðfélag nú statt ef hugmyndafræði VG og Samfylkingarinnar í atvinnumálum fengi að ráða? Hefði stefna þessara flokka verið við lýði frá árinu 1880 þegar uppbygging var í sjávarútvegi, fyrsti kútterinn kom til landsins og fyrsti togarin sem kom 1905. Hvar værum við nú hefði afturhaldsstefna vinstriflokkanna verið við lýði?

VG hefðu vilja banna Kútterana. Þeir veiddu meira en áraskipin, um borð var kolaeldavél og ljós sem notuðu steinolíu og togarann hann var með kolakyntri vél og steinolíljós.

En þá var öldin önnur og frumkvöðlar á vinstrivæng á þessum árum höfðu hugsjónir um betra samfélag og bundust höndum saman við íslenskt atvinnulíf og fólkið í landinu, alþýðuna til sjávar og sveita og vildu veg þjóðarinnar sem mestan. Þetta gerðu þeir í samvinnu við atvinnuvegina en undirstaðan var sjávarútvegur, öllum landmönnum til hagsbóta.

Þessir flokkar börðust fyrir hinni vinnandi sétt alþýðunnar.

En nú hefur verið sett ný stefna, atvinnuna skal nú hrifsa af verkalýðnum og faglærðum og færa tækifærin yfir á langskólagengið og háskólamenntað fólk sem að stærstu leyti styður þessa flokka og er í stjórn og ráðum þessara flokka. Þessa síbylju sjáum við og heyrum í ræðu og riti hvort sem er í þinginu eða utan þings.

Uppruninn löngu gleymdur og fyrir borð borinn.

Vinstri grænir, Samfylkingin og aðrir smáir öfgahópar vilja nú hafa áhrif á atvinnusköpun í landinu með afskiptum löggjafasamkomunnar, ríkis og bæja. Hvað er gert í atvinnumálum nú? Sú kenning hefur verið sett fram af vinstrimönnum að ekkert eigi byggja upp nema í samráði við þá. Þeir boða forsjárhyggju í flestum málum og vilja þar með setja um leið hömlur á frekari uppbyggingu atvinnumála í landinu. Ekkert má gera sem ekki er í tísku, hvort sem það skilar inn hagsæld inn í þjóðlífið eða atvinnu fyrir landsmenn.

Hér er á ferðinni svokallað Marteins Mosdal heilkenni.

Yfir 40% af verðmætum áls eru talin verða eftir í landinu og skila því umtalsverðu fjármagni til þjóðarbúsins. Áliðnaður á Íslandi sem atvinnugrein hefur um 40 ára skeið verið ein stærsta lyftistöng í atvinnumálum lands og þjóðar auk Hafnfirðinga. Áliðnaðurinn hefur skilað inn í þjóðarbúið gríðarlegum verðmætum, ekki bara í gjaldeyri og sköttum heldur einnig í þekkingu, hugbúnaði og vísindum. Orkugeirinn hefur blómstrað í kjölfar álbyltingarinnar á Íslandi. Virkjanir hafa verið reistar, orka jökulfljóta beisluð sem og orka jarðvarma.

Þegar álverið í Straumsvík tók til starfa árið 1969 var ekki bjart yfir Hafnarfirði og Hafnfirðingum né þjóðarbúinu öllu í atvinnumálum. Síldaraflinn hafði dregist saman úr 770.689 þúsund tonnum árið 1966 niður í 56.689 tonn árið 1969. Ekki var betra ástand með þorskaflann, en hann hafði hrunið úr 311 þúsund tonnum frá árinu 1960 niður í 210 þúsund tonn 1967.

Þegar samningurinn um Alusuisse með einungis eins atkvæðis meirihluta var samþykktur vildu andstæðingar atvinnuuppbyggingar, þ.e. kommúnistar nú VG, frekar sjá gaffalbita verksmiðju rísa þó svo að síldarstofninn væri hruninn. Það er sorglegt til þess að hugsa að síðan hefur hagfræði þeirra ekki breyst.

Þúsundir landsmanna flúðu land til að leita lífsviðurværis til annara landa, s.s. Ástralíu, Bandaríkjanna og Norðurlandanna. Nú er öldin önnur því áliðnaðurinn á Íslandi er atvinnuvegur sem hefur verið undirstaða og sóknarfæri fyrir aðrar atvinnugreinar. Þær atvinnugreinar, t.d. verktakafyrirtæki og vélaverkstæði, hafa sprottið upp í skjóli aukinna tækifæra í góðærinu undanfarin ár. Nú er svo komið að þúsundir erlendra manna og kvenna hefur flutt til Íslands til að afla sér lífsviðurværis. Sá sem hér skrifar spyr: hver var svo undirstaðan?

Ekki var það gaffalbitaverksmiðja vinstrimanna sem aldrei reis né neitt annað sem þeir lögðu til.

Menn geta ekki litið fram hjá þeirri staðreynd hversu stóran þátt uppbyggingin í Straumsvík átti í atvinnubyltingunni á Íslandi og þeirri nýju stefnu sem mörkuð var með henni í atvinnubyggingunni á Íslandi.

Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár, af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.

Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sér vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.

Um 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.

Hvar skyldi allur þessi hópur 22.500 manna starfa? Hópurinn er í álgeiranum járnblendinu, Landsvirkjun, REI, Geysi Green, Orkuveitu Suðurnesja, Orkuveitu Reykjavíkur, Orkustofnum og fleiri fyrirtækjum og stofnunum sem öll fengu vítamínsprautu í kjölfar byggingar álversins í Straumsvík.

Að þessu sögðu er nær að horfa á þann góða árangur sem náðst hefur á Íslandi í umhverfismálum og orkumálum þar sem Íslendingar eru fremstir þjóða heimsins í t.d. vistvænni orku. ISAL hefur einnig náð ótrúlega góðum árangri í umhverfismálum sem um er rætt í áliðnaðinum á heimsvísu. Óþarfi er að tala endalaust í dylgjutón gagnvart áliðnaði á Íslandi. Íslendingar sitja ekki upp með einhver mengandi álver eins og sagt var í síðdegisútvarpi Rásar 2 þann 26. feb. sl., heldur á þjóðin mjög fullkomin hátækniiðnfyrirtæki sem skila gríðarlegum arði inn í þjóðarbúið og þeim sem þar vinna hærri launum en bjóðast á almennum vinnumarkaði.
Heimildaskrá:

Center for the Study of Carbon Dioxide and Global Chang

http://www.co2science.org/

http://www.world-aluminium.org/Home

http://en.wikipedia.org/wiki/Stern_Review

http://www.world-aluminium.org/

http://www.azom.com/materials.asp

http://www.eaa.net/eaa/index.jsp

http://search.treasury.gov.uk/search?p=Q&ts=treasury&mainresult=mt_mainresult_yes&w=Stern+Review

http://search.unfccc.int/query.html?col=fccc&qt=aluminium

 http://search.unfccc.int/query.html?col=fccc&charset=iso-8859-1&ht=0&qp=&qt=IPCC&qs=&qc=&pw=90%25&ws=1&la=en&qm=0&st=1&nh=10&lk=1&rf=2&rq=0&si=0 IPCC

http://www.world-aluminium.org/cache/fl0000107.pdf

 http://www.world-aluminium.org/cache/fl0000169.pdf

http://www.germanwatch.org/

http://en.wikipedia.org/wiki/Climate_change_and_agriculture

http://en.wikipedia.org/wiki/Fossil_fuel_power_plant

http://www.newstatesman.com/200712190004

http://www.pmel.noaa.gov/pubs/PDF/feel2899/feel2899.pdf

http://science.nasa.gov/newhome/headlines/ast22jul99_1.htm

http://www.cru.uea.ac.uk/

http://www.globalwarmingart.com/wiki/Category:Galleries

http://climatecare.org/

http://en.wikipedia.org/wiki/Solar_variation

 
Kjær kveðja Sigurjón Vigfússon trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður Alcan.

--

kveðja/Regards. Sigurjón Vigfússon.
Slettahrauni 24. 220 Hafnarfirði Iceland.
Tel 354 5550101 354 6993959
Trúnaðarmaður Steypuskála og varaaðaltrúnaðarmaður.
Vinna.
Framleiðslueftirlit / Production Control
Isal Alcan á Íslandi hf. / Alcan Icland Ltd.
Sími / Tel: (+354) 560 7365 email sigurjonv@alcan.com
other email redlion@isl.is

http://redlion.blog.is/blog/redlion/