Fara í efni

Frjálsir pennar

RÚSSNESK ÖRYGGISMÁLASTEFNA FRÁ LENÍN TIL PÚTÍNS

Einkennist utanríkispólitík Pútíns af útþenslustefnu? Því verður ekki svarað nema skoða hana í samhengi við pólitík annarra heimsvelda. Það þarf jafnframt að skoða öryggismálastefnu Rússlands í sögulegu samhengi – og þar birtist furðu mikil söguleg samfella þrátt fyrir ólíkt stjórnarfar í Kreml á ólíkum tímum.  Það er ljótt og það er ógnvænlegt stríðið sem geisar í Úkraínu ...

EITURLYF OG ENDURSKILGREININGAR

...   Flokkar á Alþingi sem einkennast af málefnafátækt sjá helstu sóknarfæri sín í því að útbreiða eiturlyf [auka aðgengi] og troða íslenskri þjóð inn í Evrópusambandið. Þegar fólk hefur gefist upp við stjórn landsmálanna, og í baráttunni við þjóðfélagsógn eins og eiturlyf, er ekkert eftir nema játa „ósigur“, soga „nokkrar línur“ upp í nefið á sér, og ganga í evrópskt ríkjasamband ...

IMPERÍALISMI OG IÐRAKVEF HANS

...  “ War is over” heyrist stndum sönglað glaðlega, en á sama tíma er lagt á ráðin um ný helvísk stríð. Hald sumra er að upplýsingabylting sé fosenda friðar. Þá ber að gæta að því hverjir stýra tæknimiðlum, móta þannig hugarheim manna, en þar að baki leynast kaldrifjuð öfl ...

STAÐGENGILSSTRÍÐ RÚSSA OG NATO

Hverjir eru stríðsaðilar í Úkraínu og um hvað berjast þeir? Joe Biden og Jens Stoltenberg   hafa undanfarin misseri talað um að heimsátökin nú um stundir snúist um „gildi“, um lýðræði gegn einræði. Og nú vellur þetta upp úr öðrum hverjum manni. Líklega er það rétt að Rússar hafi loksins lært hin "vestrænu gildi" Bandaríkjanna sem hafa frá stríðslokum framkvæmt 55 vopnaðar innrásir í önnur lönd og náð að steypa stjórnvöldum í 36 af þeim skiptum. Eftir að Kalda stríðinu lauk hefur sú íhlutunarstefna stórversnað. Og það hefur verið óháð því hvaða flokkur fór með völdin í Washington, og lítt háð stjórnmálaviðhorfi forsetans ...

STRÍÐSREMBA STÓRVELDA HÉR OG ÞAR Í VERÖLDINNI

...  Raddir mannelsku, friðar, eru skipulega þaggaðar af æsiöflum stríða, þegar á reynir um mat á geggjun þeirra. Ekki er það ný bóla í heimi hér, en henni ber að eyða, Opinberun á Stórrúsneskri rembu gagnvart Úkraníu er auðvitað áfall öllum vitibornum. Mikilvægt er þó að við það magnist ekki enn stríðs- remba Vesturvelda, þórðargleði stríðsbrjálæðinga, sem vopnum veifa og kalla fram stríðsböl í veröld ...

LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL HÆRRA RAFORKUVERÐS?

...  Það er mikil einföldun þegar því er haldið fram að stórhækkað raforkuverð í Evrópu stafi einungis af minna framboði en eftirspurn. Vandinn liggur að stórum hluta í því að „markaðsöflunum“ [„hýenunum“] hefur verið sleppt lausum á fyrirtæki og almenning. Eyðilegging og niðurbrot innviðanna í framleiðslu og dreifingu rafmagns leiðir til „ sóunarsamkeppni “ (og sýndarsamkeppni) flóknara regluverks og fleiri milliliða [afæta] sem engu bæta við framleiðslu og dreifingu, heldur þvert á móti soga til sín fé og eignir almennings  ...

ÚKRAÍNA Í TAFLINU MIKLA

Við heyrum það alls staðar, Úkraínudeilan snýst um yfirgang og árásarhneigð einræðisherrans í Kreml gagnvart varnarlitlu sjálfstæðu grannríki hans, Úkraínu. Yfirgang sem jafnframt  er «ógn við öryggi í Evrópu” eins og utanríkisráðherann okkar segir.  Já, deilan snýst um frelsi og valkosti Úkraínu. En hún snýst um fleira. Um öryggi Rússlands, eins og Pútín klifar á. Hún snýst líka um grundvöll bandalagsins NATO og um þenslu þess í austur – og um hlutverk Bandaríkjanna í Evrópu ...

AFGANISTAN - SKRUMSKÆLT SKAÐRÆÐI

2.3billjarða dala spillingarveisla stóð innan BNA jafnt og í Afganistan frá 2001 til veisluloka í ágúst 2021. Línurnar lagði einkum Dick Cheney ásamt Bush og Rumsfeld, en innrás BNA í Olíu-Irak tafðist smávegis. ( Sem Dick Cheney þótti þó miður). Umrætt þríeyki í BNA valdi fyrrum ráðamann í röðum Talibana, skúrkinn Hamid Karzai, sem valdamikinn leppforseta í Afganistan. Sá dreifði völdum og fjármagni til stríðsherra, héraðsstjóra, lénshöfðingjavalds ... 

ÖRYGGI OG GÓÐ LÆKNISFRÆÐI?

... Og höfum í huga að þessi bóluefni eru ekki aðeins boðin fólki sem er í raunverulegri hættu ef það smitast af Covid-19. Þau eru boðin öllum, allt niður í fimm ára börn. Fólki sem hefur nákvæmlega enga þörf fyrir þau. Og nú gegn nýjum stofni, sem þau virka ekki einu sinni gegn, eins og þegar hefur   verið sýnt fram á . Og yfirvöld nota takmarkanir og þvinganir til að framfylgja áætluninni. Samt höfum við vitað frá   upphafi   að bóluefnin gegn Covid-19 eru ekki hönnuð til að koma í veg fyrir sýkingu og það varð ljóst fyrir löngu að þau munu aldrei mynda hjarðónæmi; þau vernda aðeins bólusetta einstaklinginn. Við þekkjum nú þegar hinn gríðarlega mun sem er á Covid-19 dauðsföllum eftir aldurshópum og þar með á þörfinni fyrir þessi lyf ... 

UNDIR WOLFSANGELFÁNA: VINIR OKKAR Í ÚKRAÍNU

Það hefur verið makalaust að fylgjast með fréttaflutningi af ástandinu í Úkraínu. Deilan er máluð þannig að hún snúist nánast einvörðungu um yfirgang Rússa (Pútíns) og gefið er í skyn að allri mótstööu við valdhafa í Kænugarði sé handstýrt frá Kreml. Ekki er svo mikið sem tiplað á tánum í kringum tvö mjög mikilvæg smáatriði í kringum þennan fréttaflutning. Það fyrsta er það að andspyrnan gegn stjórnvöldum í Kænugarði er ekki í höndum fámenns liðs handbenda Moskvu, heldur er sá hópur innan Úkraínu sem er á móti stjórninni sem tók völdin í kjölfar EuroMaidan beinlínis stærri en þeir sem fylgja henni. Hin staðreyndin er sú að hersveitirnar sem stefna nú á stóráhlaup á austurhluta Úkraínu eru að ...