
SKYLDUBÓLUSETNINGAR LEYSA EKKI VANDANN
23.01.2022
Það er nokkuð rætt um skyldubólusetningar þessar vikurnar. Ríki á meginlandi Evrópu hafa t.a.m. farið þá leið að skylda bólusetningar vegna veiki þeirrar sem kennd er við Covid-19. Þar hefur m.a. verið stuðst við dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli ... Eins og kemur fram í dóminum er í tékkneskum sóttvarnarlögum nr. 258/2000, 1. mgr. 46. gr., kveðið á um það að fólk með fasta búsetu, og útlendingar sem heimild hafa til langtímabúsetu í Tékklandi, skuli gangast undir hefðbundnar bólusetningar í samræmi við ítarleg skilyrði sem sett eru fram í afleiddum lögum [reglugerðum]. Forráðamenn barna, yngri en 15 ára, bera ábyrgð á því að skyldunni sé framfylgt. Almennt er litið svo á að ...