
ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -
18.02.2021
Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi