Fara í efni

Frjálsir pennar

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3.  Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „ Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær “ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ...  

ICELANDAIR-KJARADEILAN OG STÉTTABARÁTTAN EFTIR COVID

...  Samstaðan er fjármagn hins fátæka. Akkúrat núna er lífsspursmál í harðnandi aðstæðum stéttabaráttunnar að öll stéttvís launþegasamtök stilli sér upp við bakið á Flugfreyjufélagi Íslands. Ég hef því miður ekki séð neinar ályktanir í þá veru ...

COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf.  Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón.  Our World in Data   er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

NÝTT FLUGFÉLAG ER EINA VITIÐ

...  Því liggur beinast við að nú þegar verði sá kostur skoðaður, til að tryggja öruggt flugsamband við umheiminn, að stofna til nýs flugfélags, t.d. undir nafninu Flugfélag Íslands, með þátttöku ríkisins auk annarra fjárfesta ...

HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... G etur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

ÞÖRF UMRÆÐA UM VEIRU

Í athyglisverðu bréfi Ólínu Þorvarðardóttur og Frosta Sigurjónssonar til heilbrigðisyfirvalda, gætir margs konar misskilnings einkum og sér í lagi þess að ekki er vigtað á réttri vigt, hverjar eru afleiðingar hinna ýmsu aðferða við að bregðast við nýjustu flensunni ...

KRÍSUVIÐVÖRUN: VHG-19 2021

Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021. Furðufyritækið á við mikið rekstrartap að stríða, er ógjaldfært í óbærilegri skuldakreppu. Því ber að selja ótrygg Vaðlabréf í áhættuflokki á markaði 2021, svo gert verði upp við ríkið. Sú aðgerð er kjarni gildandi viðskiptaáætlunar ...

HVAR ER ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ?

...  Snúast alþjóðastjórnmál kannski eingöngu um það hverjir fara með völdin í heiminum?  Snúast þau kannski bara um hernað með tilheyrandi eyðileggingu, dauða og hruni samfélaga.  Þjóðir heimsins hafa komið upp um sig.  Alþjóðastjórnmál eru í raun ekki sá trausti þáttur í lýðræðisskipulagi þjóðanna sem flest okkar hafa bundið vonir okkar við ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“.  Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...