
FULLVELDIÐ Á VINSTRI VÆNGNUM
15.04.2019
Umræðan um orkupakkann ólgar og sýður. Hugtakið FULLVELDI kemur þar í sífellu upp. Svo mjög að segja má að umræðan um orkupakkann birti um leið afstöðu viðkomandi til fullveldisins. Orkupakkinn er ágætis hnotskurn! Um afstöðu ólíkra hópa til fullveldisins má segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“. Annars vegar eru þeir sem tala um „orkuna okkar“ og vilja verja „fullveldið í orkumálum“ og hins vegar þeir sem segja ýmist að orkan sé bara eðlileg vara eins og fiskur og ferðamenn eða þá að málið snúist „einkum um náttúruvernd og neytendavernd í orkumálum“. Við fullyrðingu þeirra fyrrnefndu um fullveldisframsal er algengasta svar hinna síðarnefndu ...