Fara í efni

Frjálsir pennar

KRÍSUVIÐVÖRUN: VHG-19 2021

Orsök VHG-19 kreppunnar eru gamlir misreikningar. Sérfróðir búast við að þá gjaldfallnar, enn vaxandi skuldir VHG hf við ríkið gætu orðið 19 milljarðar 2021. Furðufyritækið á við mikið rekstrartap að stríða, er ógjaldfært í óbærilegri skuldakreppu. Því ber að selja ótrygg Vaðlabréf í áhættuflokki á markaði 2021, svo gert verði upp við ríkið. Sú aðgerð er kjarni gildandi viðskiptaáætlunar ...

HVAR ER ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ?

...  Snúast alþjóðastjórnmál kannski eingöngu um það hverjir fara með völdin í heiminum?  Snúast þau kannski bara um hernað með tilheyrandi eyðileggingu, dauða og hruni samfélaga.  Þjóðir heimsins hafa komið upp um sig.  Alþjóðastjórnmál eru í raun ekki sá trausti þáttur í lýðræðisskipulagi þjóðanna sem flest okkar hafa bundið vonir okkar við ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ – FRAMHALDSUMRÆÐA - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

Hér á eftir verður haldið áfram þar sem frá var horfið síðast, fyrir áramót, að rekja í stuttu máli innihald raforkutilskipunar ESB nr. 2018/944. Síðast var fjallað um 9. gr. tilskipunarinnar og endað þar. Er þá komið að 10. gr., III kafla. Sá kafli fjallar um „valdeflingu neytenda“ [consumer empowerment] og „neytendavernd“.  Í 1. mgr. 10. gr. segir efnislega að aðildarríki [ESB] skuli tryggja að lokakaupendur (viðskiptavinir) hafi rétt til þess að fá rafmagn frá veitu, samkvæmt samningi hennar, óháð því í hvaða aðildarríki veitan er skráð, að því gefnu að ...

PÓLITÍSK MORÐ OG RÍKISHRYÐJUVERK  - AFLEIKUR TRUMPS

Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad ... Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku ...

BREXIT OG BREYTTAR ÁTAKALÍNUR Í STÉTTABARÁTTUNNI

Bresku kosningarnar 12. desember snérust um Brexit og niðurstaðan speglaði stéttalínur. Alveg eins og Brexitatkvæðagreiðslan 2016 gerði það, þótt margur tregðaðist við að sjá það þá. Nú blasir þetta við, breskur verkalýður öskrar það svo skýrt að ekki verður misskilið. Verkalýðurinn segist tilbúinn að búa við stéttaróvin sinn Boris Johnson næstu fjögur árin til þess eins að reyna að tryggja að staðið verði við það Brexit sem hann valdi 2016.  Atkvæðagreiðslan 2016 opinberaði mikla gjá á milli valdakerfisins og kjósenda. Ekki bara hafði almenningur á móti sér  ...
ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

ÞRIÐJI LEKI OPCW - 20 RANNSAKENDUR ÓSÁTTIR VIÐ ÚTGEFNA SKÝRSU

Þriðji leki Wikileaks um Efnavopnastofnun Evrópu (OPCW) vegna meintrar efnavopnaárásar í Douma, Sýrlandi, þann 07. apríl 2018 var  birtur   þann 14. desember. Íslenskir fjölmiðlar hafa ekkert fjallað um málið síðan Stundin birti leka 1 þann 24. nóvember. Hann grefur enn frekar undan trúverðugleika útgefinnar lokaskýrslu sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar Fernando Arias hefur lýst stuðningi við þrátt leka   1 og 2 . Í nýjum leka kemur fram að 20 meðlimir rannróknarteymis á vegum FFM (Fact finding mission UN) í Douma hafi lýst yfir áhyggjum vegna breytinga sem gerðar voru á niðurstöðum þeirra í lokaskýrslu OPCW. Nýtt teymi sem var ...

ÞAÐ GETUR ALDREI ÞÓTT GÓÐ LÖGFRÆÐI AÐ SELJA ÞAÐ SEM MENN EIGA EKKI

...  Það er að sjálfsögðu allt rétt athugað sem Styrmir Gunnarsson segir um tilurð framsals í sjávarútvegi. Hann bendir á þá staðreynd að framsalið komst á í stjórnartíð félagshyggjuflokka, með  lögum nr. 38/1990 . Ýmsir vöruðu við þessu á þeim tíma. Meðal þeirra var fólk í minnihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis. Um þetta sagði m.a. ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 - ORKUPAKKI 4

þessari grein verður rýnt í raforkutilskipun ESB nr. 2019/944 [i]   og er hluti af fjórða orkupakka Evrópusambandsins. Tilskipun þessi inniheldur alls 74 lagagreinar, auk fjögurra viðauka. Það afhjúpaðist í aðdraganda innleiðingar þriðja orkupakkans á Íslandi að samsæri þagnarinnar ríkti á milli flestra fjölmiðla og Alþingis í málinu. Það er með öðrum orðum unnið skipulega að því að halda frá almenningi (kjósendum) upplýsingum og fyrirætlunum sem miklu varða m.a. um orkumál Íslendinga. Síðan er því borið við að ...

SAMHERJI VARLA SÉRTILFELLI

Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun  Stundarinnar  um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneyslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi.  Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli...

VALDARÁNIÐ Í BÓLIVÍU: OAS – EKKI GÓÐ HEIMILD

Þann 10. október var forseti Bólivíu, Evo Morales, neyddur til að segja af sér, að kröfu yfirmanna hers og lögreglu, tveimur vikum eftir að hann var lýstur sigurvegari kosninga. Það voru tvær vikur upphlaupa og ofbeldis. Íslenska ríkisútvarpið lýsti þessu sem sigri lýðræðisins: „Mikil fagnaðarlæti urðu á götum höfuðborgarinnar La Paz eftir að Morales tilkynnti um afsögnina.“ Sterkasti vitnisburður RÚV um þennan „sigur lýðræðisins“ var yfirlýsing ákveðinna samtaka: ...