Fara í efni

Frjálsir pennar

LÝÐRÆÐI TIL ÞRAUTAVARA

Eitt af því sem einkennir íslenskt samfélag er ákaflega lítil lýðræðisást innan íslensku valdaklíkunnar. Sú skoðun er útbreidd meðal klíkunnar að þjóðin sæki vald sitt og umboð til stjórnmála- og embættismanna en ekki öfugt. Flestar kenningar í stjórnlagafræðum ganga þó út frá þeirri reglu að þjóðin sé uppspretta valdsins – að þjóðþing starfi í umboði þjóðar ...

BAKKI - ÓBROTGJARN MINNISVARÐI UM HUGVIT OG FRAMSÝNI

...  Bót í máli varð þó smíði á ónothæfu kísilveri á sprungusvæði á Bakka sem hindrað gæti upptök stórskjálfta þar að áliti hugvitsmanna. Kostur er að í verinu er engin starfsemi, engin mannslíf í hættu.  Þýska SMS vandaði vel til stöðvunar á jarðarflöktinu á kostnað PCC BakkiSilicon hf, með veglegum opinberum stuðningi og traustra lífeyrissjóða.   Forvarnar-framtakið á Bakka, stýring á flökti jarðarafla, hefur auðvitað goldið rangtúlkunnar eins og gengur ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA SJÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4 – Landsreglari

...  Landsreglari, sem staðsettur er í aðildarríki þar sem evrópskir flutningskerfisstjórar ( ENTSO)   eða evrópskir dreifikerfisstjórar ( E.DSO)   hafa aðsetur, skal hafa valdheimildir til þess að beita áhrifaríkum og fælandi viðurlögum, í réttu hlutfalli við afbrot, þegar þeir uppfylla ekki skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun, reglugerð ESB 2019/943 eða viðeigandi lagalega   bindandi ákvörðunum Landsreglara eða ACER   eða leggja til að lögbær dómstóll beiti slíkum viðurlögum ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA SEX - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

...  Segja má að Alþingi, ríkisstjórn og stærstu fjölmiðlar landsins, hafi brugðist upplýsingaskyldu sinni með því að kynna ekki þjóðinni veigamikil atriði í vegferð markaðs- og einkavæðingar sem tók um margt nýja stefnu með þriðja orkupakka ESB og enn er hert á í þeim fjórða. Það dylst engum sem les tilskipun 2019/944 ESB, að yfirþjóðlegar stofnanir (stofnanir ESB) leika mjög stórt hlutverk í orkumálum innan evrópska efnahagssvæðisins. Þar má nefna ...

HEIMSVALDASTEFNAN - með meginfókus á þá bandarísku

Nú eru 75 ár liðin frá glæpnum gegn mannkyni þegar bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma og Nagasaki 6. og 9. ágúst 1945. Glæpurinn var þá réttlættur með endalausum lygum og skipulegum stríðsáróðri. Sami stríðsáróður frá sama stríðsaðila beinir nú spjótum sínum skipulega að nýjum andstæðingi – Kína. Bandaríkin hafa komið fyrir yfir 400 herstöðvum umhverfis Kína auk gríðarlegrar og hraðvaxandi flotauppbyggingar á Kyrrahafssvæðinu. Samhliða þessari uppbyggingu hefur „stríðið langa“ í Austurlöndum nær geisað það sem af er 21 öldinni. Bandaríkin hafa (2019) einhliða sagt sig frá samningum um takmörkun kjarnorkuflauga (INF, frá 1987). Alls 30 aðildarlönd SÞ stynja nú undan bandarískum efnahagslegum refsiaðgerðum af einhverju tagi. Formlega snúast þær um „lýðræði“ en raunveruleikinn er ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FIMM - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Í síðustu grein var endað á 40. gr. raforkutilskipunar 2019/944 ESB, sem er hluti fjórða orkupakkans, en tilskipun þessi er alls 74 lagagreinar. Verður nú þráðurinn tekinn upp þar sem frá var horfið  ... Styttist þá óðum í umfjöllun um  Landsreglara ,   hinn nýja „Landstjóra“ ESB á Íslandi í orkumálum . En í b-lið 4. mgr. 57. gr. kemur m.a. fram að Landsreglari   leitar ekki eftir ,   né   tekur við, beinum fyrirmælum frá stjórnvöldum, opinberum eða einkaaðilum, í starfi sínu . Þetta þýðir á mannamáli að Landsreglari er óháður íslenskum stjórnvöldum, leitar ekki eftir né tekur við fyrirmælum þeirra. Hann heyrir beint undir Brussel-valdið ...

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network). Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu  ...

STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi. RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands! Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

"HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt.  Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka.  PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka.   Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst  ...