Fara í efni

Frjálsir pennar

Fjórar tilvitnanir sem lýsa samhengi Úkraínustríðsins

„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...

Twitterskrárnar sýna: „djúpvaldið“ stýrir ritskoðuninni

Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...

Fullveldi einstaklinga og ríkja: sjálfstæði frá yfirráðum annara - Orkumál

Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...

„Hatrið“ á lýðræðinu og ástin á Evrópusambandinu

Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER SKAÐRÆÐISSKEPNA - STÓRHÆTTULEGT ÁFENGISLAGAFRUMVARP

Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...

„Woke“ er fasískt - Hugleiðingar um bók Simon Elmer, „The Road to Fascism"

...  Elmer fullyrðir að vestræn samfélög stefni nú hratt í átt að fasísku alræði, þróun sem fjórða iðnbyltingin geri mögulega og sé drifin áfram af auðhringum og skrifræðisvaldi. Eftir fall Sovétríkjanna höfum við orðið ómeðvituð um hætturnar af alræði sem á sér uppruna hægra megin við miðju ...

VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna. Nýverið varð viðsnúningur ...

DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og  tóbaki er víða úthýst [i] , m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [l ex applicabilis] . Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni. Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

KÆRLEIKSBLÓM OG ILLGRESI

Aflóga gömul geymsla á útlægum íslenskum börnum, síðar ellihæli sem líka þurfti með valdboði að loka vegna ills aðbúnaðar vistmanna, Kumbarvogur er nafnið. Útkamrar einkenna skrifstofukompur við Borgartún í Reykjavík, sem óhæfar teljast sem bústaður manna. Illa haldin iðnaðarpláss og skemmur hér og þar, jafnvel gamlar verbúðir ...