Fara í efni

Frjálsir pennar

Bútsja, rússaandúð og stríðsáróður á RÚV

... Bútsjasögurnar réðu miklu í því að stöðva mögulegt friðarferli og auðveldaði leikinn fyrir þá sem vildu „hindra“ að samið væri við Rússa. Þegar Zelensky mætti til Bútsja 4. apríl sagði hann við fréttamennina: „Það er mjög erfitt að eiga í samningaviðræðum [við Rússa] þegar þú sérð hvað þeir gerðu hérna.“ (Wall Street Journal 4. apríl 2022). Með öðrum orðum, Bútsja girðir fyrir frekari samningaviðræður ...

Forgangur Evrópuréttar er grundvallaratriði á innri markaði ESB

Lengi hefur „feluleikur“ einkennt það hvernig stjórnmála- og embættismenn ræða [eða ræða alls ekki] um hið raunverulega eðli EES-samningsins. Fólk reynir að halda „í þá von“ að hann sé „bara eins og hver annar alþjóðasamningur“. Það er að sjálfsögðu rangt ...Í samráðsgátt stjórnarráðsins var birt mál nr. 27/2023 þann 8. febrúar síðastliðinn...

HRYÐJUVERK BNA OG FRAMTÍÐ EVRÓPU

Þann 24. febrúar er ár liðið frá innrás Rússa í Úkraínu, sem er blóðugasta stríð í Evrópu frá 1945. Innrásin er þjóðréttarlegur glæpur og hlýtur að fordæmast eins og öll árásarstríð. Sú fordæming ein nægir þó ekki því stríðið á sér rætur og forsögu, það er sprottið af valdatafli heimsveldanna, og frá fyrsta degi hefur það verið staðgengilsstríð milli BNA/NATO og Rússlands. Aðstoð og þátttaka NATO-blokkarinnar í stríðinu vex með hverjum mánuði, heimurinn virðist á ársafmælinu ...

Skjalafals í boði stjórnvalda og Evrópusambandsins - Upprunaábyrgðir

... Sjötugur maður gæti þannig keypt sér „upprunaábyrgð“ á frjálsum markaði og fengið aldri sínum breytt í þjóðskrá [fellur mjög vel að hugmyndinni um „aldurstengt sjálfræði“]. Eftir endurskráningu væri hann ekki lengur sjötugur heldur tvítugur. Báðir græða, ungmennið fær helling af peningum og eldri borgarinn „endurheimtir“ æsku sína ...

Til varnar tjáningarfrelsinu – Að stimpla „rangar skoðanir“ sem hatur

Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ ...

Fjórar tilvitnanir sem lýsa samhengi Úkraínustríðsins

„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...

Twitterskrárnar sýna: „djúpvaldið“ stýrir ritskoðuninni

Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...

Fullveldi einstaklinga og ríkja: sjálfstæði frá yfirráðum annara - Orkumál

Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...

„Hatrið“ á lýðræðinu og ástin á Evrópusambandinu

Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER SKAÐRÆÐISSKEPNA - STÓRHÆTTULEGT ÁFENGISLAGAFRUMVARP

Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...