Fara í efni

HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni, enda er eftirpurn eftir vígvélum nú stóraukin. Ryk er dustað af kjarnorkuvopnum og nýsmíði slíkra tóla nú sett í hágír, aðrar drápsvélar búnar hátækni.
Við lok Kaldastríðs skall á tilvistar-krísa NATO og Rússahers, gróðavonir vopnaframleiðenda dofnuðu. Ekki má gleyma að stríðsappiröt ríkja krefjast viðurværis, byggt á þörf fyrir tilgang þeirra, þann að verja ríki og ríkjablokkir fyrir ásókn “ illra afla”, og kennir margra grasa í slíkri smíði “ógnandi óvina” til vakins stríðsvilja.

Samhljóma eru allir stríðsúlfar í þeim efnum, sá er vaxtarsprotinn, með sköpun ótta meðal þegna má opna fyrir fjárútlát til stríðsbrjálæðis. “Því fleiri vígvélar og hátæknivopn, því meira verður öryggið”, er vísan margnýtta, sem keyrð er í huga fólks, áróðursbragðið margtuggna.

NATO vélin undir stýringu BNA missti næstum tilgang sinn á norður- slóðum við lok Kalda stríðs. “Friðar-krísan” lamaði líka þróun Rússahers. Til krísubóta fyrir NATOvél fundust þó “ill öfl” á austurvegum að berja á, í Mið-Asíu og i Miðausturlöndum, um langt árabil á þessari öld. Þar því brotin niður samfélög og brömluð.

Rússaher fann sér líka stríðsverkefni ýmiss, m.a. að rústa Téténíu. Ekki má láta deigan síga til frambúðar, varð þá ráð marskálka stórvelda gegn friðarkrísu, fækkandi spónum í aska þeirra. Án stórillinda tapast völdin og félagar í vopnabraski harma slíkt.

Þegar neyð er stærst er hjálpin oft næst. Hitað var upp til Úkraníustríðs um nokkuð árabil með gagnkvæmum ögrunum. Harðskeyttir reyndust Pútínistar og ofvirkir, en Vesturvaldið hvatti ráðamenn Úkraníu á móti vel til stríðsdáða. Fyrir heimsku sakir misstu Pútínistar tök á árásarhvöt við fögnuð hermarskálka þeirra. Ögrandi leikbragð Vesturvaldsins hitti í mark, það sem beitir ráðamönnum Úkraníu fyrir sig til ögrunar.
Hundrað daga ósköp standa ennþá og áfram skal drápsvopnum beitt tll “ uppgjörs”.

Dag frá degi er sem stríðshelvíti sé lýst sem raunveruleikaþætti í beinni.

Ekki skal hér varin Rússainnrás, en í þessu tilviki er mjög staldrað við ofureinföldun og frasagerð. Nýfrjálsa Úkranía er meðal eldri stríðsvalla í vargaslag stórríkja, margbrotin sagan oftast hörmuleg. Óstöðugt hefur þar stjórnarfar haldist frá falli Sovétsins, spilling vel vaxin, klíkur ofurríkra sem þar tefla um völd móta samfélag, en slík er einnig raunin í Rússaveldi.

Í Úkraníu hafa kjör lágstétta mælst afar bágborin í veldi orlígarka þar. Hægri- þjóðernispopúlistar ráða báðum ríkjum, fundvísir á tilefni til átaka sin á milli og þar ætla Rússar sér nú að njóta aflsmunar gegn fyrri hjálendu. Tjalda samhræru af eldri valdrembu keisara- og Stalínríkis og kefjast m.a. “ leiðréttra landamæra”, vísa til þjökunar íbúa af Rússastofni.

Þótt Úkraníustríð ætti einmitt að nýtast best til að kveða stríðsúlfa í kútinn, hefur önnur orðið raunin. Rússaher hefur nú bætt valdastöðu sína hressilega á heimavelli og víst er að vegur stríðsúlfa er þar enn vel við vöxt, nú við “varnir Föðurlandsins”. Mögnuð er á sama tíma áróðursvél stríðsglaða Vesturvaldsins. Sá ótti er skapaður við Rússaillsku, að flestu skal fórnað, friðaröflum til vansa. NATO stjórar fara á kostum til að efla megi enn frekar eigin stríðsvél, við fund sinn á nýjum eldsmat. Slíkt áróðursbál er tendrað af stríðsúlfum í okkar heimshluta, að til fádæma telst.

Heitt er nú Úkraníujárnið að mati Vesturvalds undir stýringu BNA á braut heimsvaldastefnu. Ekkert skal til sparað að hamra það í flýti nú, svo ekki verði aftur snúið á friðarbraut til skaða fyrir stríðsúlfa alla. “

Nýr kafli, nýtt stríðsbál er þegar kveikt, nú á Evrópuslóð” er boðskapur þeirra sem nærast á ógnandi styrjaldarhættum, rækta ótta og tortryggni meðal þegna ríkja, sér til valdeflingar og ábata.

Sem oft áður eru raddir friðar, sátta og afvopnunar rækilega kæfðar. Gildir það á Íslandi og ekki síður meðal náfrænda okkar í Norðrinu, þar sem nú er blásið fast í herlúðra NATO, átaks til hervæðingar Evrópu.

Skammt er liðið síðan ráðaöfl á Íslandi buðu landið fram sem stríðsleikvöll fyrir NATO/ BNA á tíma ógnandi, vitfirta Kaldastríðs. Að baki lá þá ekki síst hermang og álíka spillingartengd kaup á eyri, þræðirnir þeir lágu rakleitt inn í ráðandi flokka. Ímigust höfðu þó flestir Íslendingar á þeim stríðsleik.

Sú varð til hreyfng VG um árið, sem gerði friðarstefnu, afvopnun, endi á NATO nauðung að kappsmáli. Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossa- kaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar- afnot af Íslandi. Sem oft áður eru raddir friðar, sátta og afvopnunar rækilega kæfðar. Gildir það á Íslandi og ekki síður meðal náfrænda okkar í Norðrinu, þar sem nú er blásið fast í herlúðra NATO, átaks til hervæðingar Evrópu.

“Nýr stríðstími” er runninn upp er slíkt glaðhlakkatal stríðsúlfa sem á kostum fara með öll tök á öflugum hugveitum, fregnamiðlum og netinu. Skyndiáhlaupið er magnað og án fyrirstöðu, stefnt gegn yfirvegun og vitsmunum. Bæld eru öfl friðar og afvopnunar í þeim áróðursstormi stríðsbrjálæðis sem blásinn er upp. Sá stormur verður endasleppur, en hættan á óbætanlegu tjóni blasir við þegar endurvakin stríðshvöt er ræst.

Litla VG er nú læst í búri hægriafla og foringinn fagnar því eflingu NATO, aukinni stríðsgleði í Norðri. Slíkt er áróðursáhlaup stríðsúlfa nú, að vitfirringu veldur á okkar slóðum, sem ætlun þeirra er.