Fara í efni

Frjálsir pennar

ER EKKI SAMA HVAÐAN VONT KEMUR?

Um það leyti sem verið var að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar skrifaði ég pistil um ótta minn við að þessi ríkisstjórn gæti gengið enn lengra í frjálshyggju en fyrri ríkisstjórnir.

SAMFYLKINGIN SKERÐIR LAUN KVENNA-STÉTTA

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er tekið fram að: „minnka [skuli] óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt að því að hann minnki um helming fyrir lok kjörtímabilsins.....Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera...".

LÁTUM VERKIN TALA

 Einhver einkennilegasti borgarstjórnarmeirihluti sem um getur hefur nýlega tekið við lyklavöldum í ráðhúsi borgarinnar, greinilega í óþökk mikils meirihluta borgarbúa.

UPPBYGGING VIÐ LAUGAVEG

Ýmsir hafa mjög býsnast yfir því verði sem greitt var fyrir húsin neðst á Laugavegi sunnanverðum, þ.e. nr. 2, 4 og 6 og fyrrverandi borgarstjóri reynt að nota það sér til framdráttar.

EKKI ÞÖGN HELDUR AÐGERÐIR

Oft tekur fólk við sér, og það er gott. Oft þarf reyndar dálítið til. En samt. Það varð til öflug umhverfishreyfing.

HERSHÖFÐ-INGJAR NATO VILJA BEITA KJARNORKU-VOPNUM AÐ FYRRA BRAGÐI

Nýjustu fréttir af vettvangi Atlantshafsbandalagsins eru þær að nokkrir af valdamestu hershöfðingjum bandalagsins boða beitingu kjarnorkuvopna til að „uppræta hryðjuverk".

AÐ TAKA ÁBYRGÐ Á EIGIN GJÖRÐUM

Almenna reglan er að menn taki ábyrgð á eigin ákvörðunum. Á þessu er þó ein stór undantekning. Það er þegar auðvaldið á í hlut.

ER FÓLK FYRIR?

Nú stefnir í að kollvarpa eigi starfsumhverfi og réttindum læknaritara á Landspítala háskólasjúkrahúsi án nokkurs samráðs við stéttina.

STÓRI SANNLEIKUR VARNAR-MÁLANNA

Rúmt ár er liðið síðan síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Ísland og hátt á annað ár síðan Bandaríkjastjórn tilkynnti að herstöðin yrði lögð niður.

VANDI HINNA TRÚLAUSU

Þjóðkirkjan er gríðarlega öflug á Íslandi og einmitt þess vegna er svo mikilvægt að gæta þess hvernig hún fer með vald sitt.