Um þessar mundir er talsvert rætt um svokallaðan áfallatryggingasjóð, en hugmyndir um hann hafa verið að þróast í samtölum fulltrúa Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins undanfarna mánuði.
Margt hefur áunnist í bættri heilsu landsmanna á síðustu öld. Mataræði, húsakostur og hreinlæti hefur batnað stórum og með vatnsveitum og lagfæringum í fráveitumálum dró úr margs konar lífshættulegum smitsjúkdómum.
Þá er það komið af fullum krafti inn á Alþingi mannréttindamálið mikla sem hefur verið bryddað upp á af og til: að við fáum að kaupa áfengi í matvöruverslunum.
Mikil átök eiga sér stað um um þessar mundir um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna og vatnsins. Átök sem snúast um það hvort tryggja eigi eignarhald og nýtingu ríkis og sveitarfélaga á orkuauðlindunum eins og annarri grunnþjónustu eða hvort fórna eigi sameigninni í þágu peningaaflanna.
Í gær sat ég á pöllum borgarstjórnar á sérstökum aukafundi um orkumál þar sem efni fundarins var umræða um sameiningu REI og GGE. Í stuttu máli sagt varð ég fyrir vonbrigðum með umræðuna sem komst aldrei lengra en inn í andyri völundarhússins.
Hin svokallaða frjálslynda umbótastjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar horfir nú upp á þá eyðileggingu sem kvótakerfið í sjávarútvegi hefur haft í för með sér: ástand fiskistofnanna er hörmulegt.
Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands, var í viðtali á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í vikunni að ræða um ný heilbrigðislög en í þeim hefur verið boðað að ekki verði lengur krafist heimildar heilbrigðisráðuneytisins til að reka ákveðna heilbrigðisstarfsemi.