Fara í efni

Frjálsir pennar

SMÁMUNIR EINS OG UMHVERFIS-MAT OG KYNJAPÓLITÍK

Á tímum sem þessum þarf að vanda sig verulega því orð eru dýr og gjörðir líka. Fólk er dofið, hrætt og lifir í óvissu með framtíðina og færri en oft áður eru í stakk búnir til að taka þátt í lýðræðilegri umræðu.

EIGNIR ÞJÓÐARINNAR

Þjóðin hefur á nýjan leik eignast Landsbankann og Glitni. Það er víst hálfvegis búið að banna fólki að ásaka þá óráðsíumenn sem keyrðu bankann í þrot með vafasömum fjárfestingum og margs háttar einkasukki, svo ekki skal farið út í það að sinni.

AÐ GAMBLA MEÐ VELFERÐ OKKAR ALLRA

Það er fullkomlega óáhugavert hvort við stöndum með Davíð Oddssyni eða Jóni Ásgeiri í uppgjöri síðustu daga.

TRÚBOÐ ALÞINGIS-MANNSINS

Það undrar mig hvers vegna Sigurði Kára Kristjánssyni er svo í mun að níða niður ákvarðanir heildarsamtaka BSRB um að bjóða þekktum fræðimönnum að fjalla um afleiðingar einkavæðingar heilbrigðiskerfisins.

GAGNFLAUGA-KERFIÐ OG "VIRKA UTANRÍKIS-STEFNAN"

Ein glórulausasta hervæðingarárátta síðustu ára er gagneldflaugavarnarkerfið - stjörnustríðsáætlunin svokallaða - sem Bandaríkjamenn eru nú óða önn að koma upp í Austur-Evrópu.

MINNIMÁTTAR-KENND OG HROKI Í SKIPULAGI REYKJAVÍKUR

Í „gamla bænum" hefur árum og áratugum saman verið sótt harkalega að gömlum húsum og byggðamynstri, einkum í Kvosinni og við Laugaveg.

ERU ÓLYMPÍULEIKAR PÓLITÍSKUR VETTVANGUR?

Ég hef fylgst náið með ástandi mála í Tíbet og í Kína á meðan á Ólympíuleikarnir hafa staðið yfir. Ég hef reynt að setja mig í spor ráðamanna okkar og þeirra sem halda því fram að það sé rangt að blanda saman íþróttum og pólitík.

EINKA-VÆÐING, EINKAREKSTUR EÐA HVAÐ?

Í umræðum um einkarekstur og einkavæðingu að undanförnu, einkum í samhengi við heilbrigðiskerfið, hefur borið nokkuð á mismunandi skilningi stjórnmálamanna á þessum orðum.

TIL HVERS VAR BARIST?

Það sem rekur mig til að skrifa þér er nýgerður kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem að mínu mati er víti til varnaðar.

HERÐUBREIÐ AÐ INNAN

Um daginn sagði vinur minn mér brandara. Stefán frá Möðrudal var að sýna gestum sínum málverk og einn þeirra benti á Herðubreið og sagði: "Er hún ekki of stór frá þessum sjónarhóli séð?" "Þú ættir að sjá hana að innan."sagði Stórval.. Í bókinni Draumalandinu segir Andri Snær að halda mætti að Ísland væri stærra að innanmáli en utanmáli.