Ég hef sýnt þessari ríkistjórn umburðalyndi því hún tók ekki við svo geðslegu búi. Þó að stjórnarandstaðan sé búin að gleyma hverjir settu landið á hausinn þá man ég það enda ekki með gullfiskaminni.
Hún er ótrúleg umræðan sem nú á sér stað hér á Íslandi um leiðir út úr kreppunni. Einhverra hluta vegna þá eru háværar raddir sem vilja nota tækin sem komu okkur í koll til að byggja upp að nýju.
Föstudagskvöldið 25. september greip ég Fréttablað dagsins til að fletta meðan ég horfði með öðru auganu á söfnunardagskrá ríkissjónvarpsins „Á rás með Grensás".
Það ætlar að taka tíma sinn að segja skilið við menningu ársins 2007 þegar ójöfnuðurinn náði hámarki. Það reynist mörgum erfitt að rifja upp að fyrr á árum var samstaða um ákveðinn jöfnuð í samfélaginu.