
Pólitísk jólahugvekja
19.12.2004
Frásögn Lúkasar af fæðingu Jesú lætur ekki mikið yfir sér. Hún líkist að sumu leyti kvikmyndahandriti. Kvikmyndavélin svífur yfir stóru sögusviði, yfir öllum hinum forna menningarheimi við Miðjarðarhafið, byrjað er í Róm, á keisaranum, svo er fjórðungsstjórinn nefndur, hvort tveggja valdsins menn sem virðast hafa alla þræði í höndum sér og geta stjórnað þessum heimi eins og brúðuleikhúsi.