
Einar Ólafsson: Rangfærslur Samfylkingarinnar um aðdraganda loftárásanna á Júgóslavíu 1999
02.04.2003
Gott er nú til þess að vita að Samfylkingin hefur tekið afstöðu gegn innrásinni í Írak. En spurt hefur verið: Er ekki eitthvert misræmi í því að Samfylkingin skuli taka þessa afstöðu nú þar sem sá vísir að þessum flokki sem til var í mars 1999 studdi loftárásirnar á Júgóslavíu? Einkum hafa Sjálfstæðismenn verið iðnir við að spyrja þessarar spurningar.