Fara í efni

MÓTMÆLASVELTI KÚRDA LOKIÐ MEÐ MIKILVÆGUM ÁRANGRI

Á sunnudag var tekin ákvörðun um að ljúka mótmælasvelti innan og utan tyrkneskra fangelsismúra til að krefjast þess að einangrun Öcalans, leiðtoga Kúrda, yrði rofin.
Hann hafði ekki fengið að hitta lögmenn sína í átta ár þegar heimild var veitt fyrir stuttum fundi 2. maí síðastliðinn.
Það nægði ekki til að nær sjö þúsund þátttakendur í mótmælasveltinu létu af mótmælunum en eftir að annar fundur var heimilaður 22. maí sl. barst afdráttarlaus áskorun frá Öcalan um að mótmælunum yrði hætt enda árangur náðst!

Athyglisvert er að skoða yfirlýsingar Öcalans eftir ofangreinda fundi, úttrétt sáttahönd og tilboð um að hefja að nýju friðarviðræður sem stóðu yfir árin 2013 til 15.

Hér fjalla ég um yfirlýsingu Öcalans eftir fund hans með lögfræðingum 2. maí: https://www.ogmundur.is/is/greinar/thegar-vopnin-eru-kvodd

Í febrúar síðastliðnum var ég í svokallaðri Imrali sendinenfd sem fór til Tyrklands - Ankara, Istanbúl og Dyarbakir – að krefjast þess að einangrun Öcalans yrði rofin. Í Diyarbakir hittum við m.a. Leylu Guven (mynd að ofan) sem er einn af helstu leiðtogum Kúrda en hún hóf og leiddi mótmlasveltið í byrjun nóvember á síðasta ári!!!
Fyrr í þessum mánuði var ég í Strassborg að fylgja eftir ferð okkar að þrýsta á Evrópuráðið um liðsinni við þennan málstað. Fundirnir í Strassborg voru mjög gagnlegir. Frá þeim greinir m.a. hér svo og síðustu vendingum:
http://freeocalan.org/news/english/2019-international-peace-delegation-to-imrali-meets-with-council-of-europe

Hér fyrir neðan eru greinar mínar og frásagnir sem birst hafa hér á síðunni og í fjölmiðlum frá því um siðustu áramót, m.a fundi okkar með Leylu Guven og fleiri talsmönnum Kúrda:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/kurdar-avarpadir-i-strassborg
https://www.ogmundur.is/is/greinar/horft-yfir-verndarsvaedi-unesco
https://www.ogmundur.is/is/greinar/opid-bref-til-rikisstjornar-islands
https://www.ogmundur.is/is/greinar/i-bitid-um-tyrklandsfor-og-opid-bref-til-rikisstjornar-islands
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-utifundi-i-strassborg-um-nidurlaegingu-thagnarinnar
https://www.ogmundur.is/is/greinar/einangrun-ocalans-verdi-rofin-thegar-i-stad-og-riki-heims-axli-abyrgd
https://www.ogmundur.is/is/greinar/vid-munum-hana-ebru
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvers-vegna-vill-heimurinn-ekki-heyra
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hugsad-hja-leylu
https://www.ogmundur.is/is/greinar/frettamannafundur-i-ankara
https://www.ogmundur.is/is/greinar/a-leid-til-tyrklands
https://www.ogmundur.is/is/greinar/kurdar-i-motmaelasvelti
https://www.ogmundur.is/is/greinar/sigmundur-ernir-fjallar-um-kurdafund-a-hringbraut
https://www.ogmundur.is/is/greinar/fundur-kurda-kominn-a-vefinn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/ferhat-encu-kemst-ekki-a-fundinn
https://www.ogmundur.is/is/greinar/islensk-stjornvold-komin-med-nidurstodur-parisardomstolsins-i-hendur
https://www.ogmundur.is/is/greinar/kurdarnir-koma