Fara í efni

VILJA HUGSA MEÐ HJARTANU

Þetta eru þeir Björn Hlynur Haraldsson og Gylfi Jens Gylfason eigendur Ölvers í Glæsibæ. Þeir keyptu staðinn fyrir nokkrum árum og gengur vel að því er best er vitað. Á staðnum er fjöldi spilakassa. Um þetta má lesa í frétt Vísis sem nálgast má hér að neðan. Spilakassarnir hafa verið mikilvægir í velgengni staðarins – “gefið vel í aðra hönd” eins og eigendur segja.
En nú er komið nóg. Þeir ætla að losa sig við spilakassana og gera staðinn þar með mannvænlegri. Fyrir bragðið verði þeir sáttari innra með sér.
Mér þykja þetta stórkostlegar fréttir og þessir menn eiga aðdáun mína óskipta.
Ég hvet alla til þess að lesa frétt Vísis og hlusta á röksemdir eigenda Glæsibæjar, þeirra Björns Hlyns og Gylfa Jens.

Ég tek ofan fyrir þeim.

https://www.visir.is/g/20252770873d/haetta-med-spila-kassa-a-ol-veri

Elsa og Nóni

Árið 2021 tók ég ofan fyrir þeim Elsu og Nóna. Einnig þau sýndu það þrek að taka siðferðilega afstöðu þvert á persónulega hagsmuni sína þegar þau ákváðu að losa sig við spilakassa af veitngastað sínum Skálanum í Þorlákshöfn. Þetta gerðu þau eftir að þau höfðu horft upp á ógæfuna sem kössunum fylgdi. Í Hafnarfréttum frá þessum tíma kemur fram að þeim hafi hreinlega óað við að átta sig á því við lokun á kvöldin hve miklir peningar voru í kössunum og í sömu frétt er vísað til baráttu Áhugafólks um spilafíkn sem hafa verið óþreytandi að benda á hverjir það eru sem blæða. Elsa og Nóni sögðu við svo búið að nú væri nóg komið.

Hvenær kemur að því að Háskóli Íslands, sem rekur ágengustu spilavítin segi slíkt hið sama og þá einnig Rauði krossinn og Landsbjörg?

 

Lesa má nánar hér í Hafnarfréttum:

https://hafnarfrettir.is/2021/04/15/elsa-og-noni-eru-haett-med-spilakassa-i-skalanum/
https://www.ogmundur.is/is/greinar/nefnd-hefur-verid-nefnd

--------------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)