Fara í efni

UM AÐFÖR AÐ HEILBRIGÐISKERFI, MAGMA OG FLEIRA


Rúnar Vilhjálmsson, prófessor við Háskóla Íslands, sérfæðingur í skipulagi heilbrigðismála og manna fróðastur um það málasvið, varar við því í viðtali við Morgunblaðið  17. janúar sl. að á meðan gengi íslensku krónunnar sé lágt sé sérstök hætta á ágangi erlendra fjárfesta í heilbrigðiskerfinu ef opnað yrði á slíka möguleika.  Þetta getur þýtt að við sætum uppi með erlent eignarhald á heilbrigðisstofnunum. Hárrétt hjá Rúnari. Þetta á að sjálfsögðu við um allan atvinnurekstur og því óskiljanlegt ákallið um erlenda fjárfestingu frá aðilum vinnumarkaðar, sem varla verður skilið öðru vísi en sem þráhyggja (nema náttúrlega frá þeim sem sjá einu björgina í stóriðju og vilja erlenda aðila þar inn).
Tilefnið af viðtalinu við Rúnar Vilhjálmsson er fréttaumfjöllun um tvö ný einkasjúkrahús sem nú eru í  burðarliðnum, gamla hersjúkraúsið á Keflavíkurflugvelli, nú nýuppgert fyrir tilstilli fjárfestingarsjóðsins Kadeco  og annað í Mosfellsbæ. Hér á síðunni hafa komið fram ströng varnaðarorð og hafa stjórnvöld verið sökuð um að standa ekki nógu vel valktina um almannahag. Sjá: https://www.ogmundur.is/is/greinar/norraen-velferd 
https://www.ogmundur.is/is/greinar/vakandi-olina-sofandi-fjolmidlar-daud-poliitik
Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrgðisráðherra Framsóknarflokki, spyr í Morgunblaðsgrein hvort reykskynjari stjórnvalda sé ekki í lagi hvað snertir yfirvofandi hættu á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og að við þar með stefnum inn í tvöfalt kerfi.
Þetta var gott og mjög þarft innlegg frá  Ingibjörgu Pálmadóttur! Gott líka hjá Stöð 2 að sýna þessu máli áhuga nú síðustu daga. Það er mikilvægt að sýna okkur sem höldum um stjórnartaumana aðhald í þessum efnum. Sjálfum þykir mér þetta vera mikið alvörumál enda hefur ekki skort á áhuga minn á þessum málum undanfarinn aldarfjórðung. Árás fjármagnisins á heilbrigðskerfið og skattborgara þessa lands verður að hrinda: Það sagði ég nokkuð afdráttarlaust í viðtali við Stöð 2 og meina þar hvert orð: http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVABC14A88-32BB-486F-A7F2-632A767B7C7C
Spegill RÚV kom inn á eina bisnisshugmyndina enn, fyrirtækið Norrænt bros sem er að búa um sig í háhýsi við Höfðatorg í Reykjavík. Ég hvet fólk til að hlusta: http://dagskra.ruv.is/ras1/4537576/2011/01/24/0/
Inn á þessi mál, og fleiri svo sem lýðræði og gagnsæi, Magma og fleira, kom ég í viðtali  við Sigurjón Egilsson á Sprengisandi Bylgjunnar síðastliðinn sunnudag: http://bylgjan.is/?PageID=2873
Viðtalið fékk nokkra umfjöllun í fjölmiðlum í kjölfarið, einog t.d. hér: http://eyjan.is/2011/01/23/ogmundur-efast-um-atvinnumalaraduneyti-styd-icesave/