Fara í efni

VAKANDI ÓLÍNA, SOFANDI FJÖLMIÐLAR, DAUÐ PÓLIITÍK!!!

Takk Ólína. Sunna Sara skoraði á þig að skrifa hér á síðuna einsog þú hefur svo oft gert. Í hjarta mínu tók ég undir þessa áskorun. Síðan hafa komið tveir pistlar frá þér. Annars vegar um verktakabransann hjá ykkur í vinstri stjórninni Ögmundur og hins vegar einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og aulaviðbrögðin við því úr Stjórnarráði og Alþingi (Guð minn góður Guðbjartur, Þuríður...! ). En með hliðsjón af gagnrýni þinni á fjölmiðla Ögmundur langar mig til að spyrja hvernig á því standi að einhver Ólina úti í bæ býr yfir meiri þekkingu og dýpri skilningi en (meintur) vinstri sinnaðasti stjórnmálaflokkur landsins og ríkisstjórn sem vill láta kenna sig við norræna velferð að ekki sé nú minnst á heiladauða fjölmiðla?
Egill Helgason segist frískur og ferskur og frábiður að vera kenndur við hrun! (Sjá umfjöllun hér á síðunni). Af hverju er hann þá ekki að fjalla um Magma þjófnaðinn, og nú árás braskara á heilbrigðiskerfið? Það er ekki nóg að fá einhvern útlending í korter, hálftíma eða heilan tíma og svo afdankaða stjórnmálamenn að spá í spilin. Ætlar Egill Helgason, Sigurjón á Sprengisandi og öll hin að láta rústa heilbrigðiskerfinu vegna þess að enginn nennir að setja sig inn í málin og stjórnmálamennirnir eru afglapar - steindauðir!!??
Jóel A.