Fara í efni

FJÁRHÆTTUSPIL: UM RANNSÓKN ÞEIRRA ÞRIGGJA OG AFSTÖÐU FRAMKVÆMDASTJÓRA KSÍ

Nýlega kom fram í rannsóknarverkefni unnið í Háskólanum á Akureyri um spilavanda fanga að hann reynist vera tuttugu sinnum algengari á meðal þeirra en almennt gerist í þjóðfélaginu. Rannsóknina unnu þær  Þykir mér þær og Háskólinn á Akureyri eiga þakkir skilið. Alma Björk Blön­dal Haf­steins­dótt­ir, Svan­hild­ur Skarp­héðins­dótt­ir og Berg­ljót E. Hermóðsdótt­ir.

 Nánar um rannóknina má sjá hér:

https://skemman.is/handle/1946/51288

https://skemman.is/bitstream/1946/51288/4/Algengi%20spilafi%CC%81knar%20me%C3%B0al%20fanga%20a%CC%81%20I%CC%81slandi..pdf

Könnunin í fjölmiðlum

Fjölmiðlar gerðu þessum niðurstöðum ágæt skil. Þar staldra ég við tvennt þó ekki endilega þá þætti sem vega þyngst í rannsókninni: 1) Rannsakendur segja að fylgja þurfi rannsókninni eftir. Væntanlega með úrræðum en hverjum? Þeim er ósvarað en ekki rannsakenda að svara þeim heldur yfirvalda því spilavítin eru rekin í skjóli þeirra. 2) Athygli vekur að hluti þeirra sem hafa ánetjast þessari óværu eru í skuld vegna hennar. Það segir sig sjálft að spilavandinn hefur afleiðingar.
Hér má sjá ágæta umfjöllun Morgunblaðsins: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/08/04/spilafikn_tuttugu_sinnum_algengari_medal_fanga/

Í Háskóla Íslands er hneykslast á meðan þörf krefur

Mér finnst ástæða til að staldra við þá staðreynd að hvað eftir annað kemur í ljós hve svívirðilegt það er að afla fjár á kostnað þeirra sem standa höllum fæti og nýta sér þannig neyð þeirra. Það þótti öllum sem buðu sig fram til til rektorskjörs í Háskóla Íslands í vor en sem kunnugt er rekir skólinn svæsnustu spilabúllurnar sem gefa Las Vegas ekkert eftir.
Síðan var kosið og virðist málið síðan gleymt:

https://www.visir.is/g/20252675806d/vilja-rektor-sem-af-thakkar-illa-fengid-fe-

Taka má dæmi um umfjöllun um spilafíkn og má rekja þá umfjöllun til baráttu Samtaka áhugafólks um spilafíkn, SÁS, og forvera þeirra samtaka. Á heimasíðu SÁF, (sjá https://vandinn.is/ ) undir umjöllun má sjá skrá yfir margar greinar sem birst hafa um málefnið). 
Sjá til dæmis all-nýlega umfjöllun á vísi.is:
https://www.visir.is/g/2012120329830/spilafikn-vandi-hja-4-til-7-thusund

Almennigur vildi lokun en vítisvélarekendur fengu stuðning stjórnvalda

Á covid-tímanum komu stjórnvöld því miður fram af ábyrgðarleysi og meðvirkni með rekendum spilavíta. Kössum var lokað seint og um síðir (eftir að vera haldið opnum löngu eftir að öðrum samkomustöðum var gert að takmarka aðgengi en við hvern kassa skyldi þó vera spritt-brúsi!) og síðan voru kassasalirnir opnaðir upp á gátt aftur þvert á vilja almennings. Í Las Vegas var lokað en opnað í Reykjavík og rekendur spilavíta fengu skaðabætur úr ríkissjóði vegna tekjutaps. Almenningur var á öðru máli:
https://www.visir.is/g/20201446575d/bein-utsending-vidhorf-islendinga-til-spilakassa

https://www.ogmundur.is/is/greinar/ruv-og-spilaviti-undarlegar-motsagnir-eda (hér má sjá að þrátt fyrir milljóna gróða en enn fleiri milljónum veitt í "lokunarstyrki", sbr. reikninga.)

https://www.ogmundur.is/is/greinar/spilavitin-i-las-vegas-lokud-opin-i-reykjavik 

Ekki hefur staðið á varnaðarorðum

Þrátt fyrir ótal ábendingar og ótal áskoranir skirrast yfirvöld við að aðhafast nokkuð nema þá til að sýnast á yfiborðinu. Hér er umfjöllun á þessari síðu frá því í febrúar 1999. Greinin hafði einnig birst í Morgunblaðinu. Í henni er vísað í bandarískan hjúkrunarfræðing sem verið hafði hér á ferð tveimur árum fyrr, prófessor í geðhjúkrun, Sheilu B. Blum að nafni, en hún var þá jafnframt stjórnandi meðferðarstofnunar fyrir áfengis-, eiturlyfja- og spilafíkla í New York. Þessi bandaríski prófessor benti á hvílíkur skaðvaldur þessi fíkn væri og sagði meðal annars eftirfarandi í viðtali við Ríkissjónvarpið: „Áfengissýki eyðileggur fjölskyldu, konu, mann og börn en spilafíkn eyðileggur fyrir mörgum kynslóðum. Ekki er einungis eignum nærfjölskyldunnar sóað heldur foreldra, afa og ömmu, barna og barnabarna. Svo spilafíkn fer verr með fjölskyldur en áfengissýki.“ Í viðtalinu kom fram að iðulega yrðu fíklar svo niðurbrotnir að þeir fyrirfæru sér. Það er vissulega mikið áhyggjuefni að ekki skuli reynt að stemma á að ósi í þessum efnum.
https://www.ogmundur.is/is/greinar/hvatt-til-abyrgrar-afstodu-gegn-spilafikn

Ábyrgar ábendingar Eysteins

Síðast en ekki síst í þessari hraðyfirferð er ástæða til þess að þakka framkvæmdastjóra KSÍ Eysteini Pétri Lárussyni fyrir ábendingar og hvatningu í grein sem hann nýlega birti á vísi.is.
Hún er hér: Við megum ekki tapa leiknum utan vallar - Vísir

----------------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course:
https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wante to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and then given their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this please.)