EKKI GLEYMA PLASTINU
Gísli B. Björnsson spurði í vikunni hvort “við” værum gengin af göflunum. Hann spurði reyndar ekki heldur fullyrti: Þið eruð ekki í lagi. Undir þessari fyrirsögn birtir hann grein í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag. https://www.mbl.is/mogginn/bladid/innskraning/?redirect=%2Fmogginn%2Fbladid%2Fgrein%2F1893563%2F%3Ft%3D446809944&page_name=grein&grein_id=1893563
Þessum handhafa íslensku hönnunarverðlaunanna 2024 þykir ekki stefna í rétta hönnun á landi voru með áformum um vindmyllugarða um land allt og úti fyrir ströndum einnig. Hann talar ekki í hálfkveðnum vísum: “Vindmyllur eru ljótar, alltof stórar og fara illa í umhverfinu. Þær eru illa hannaðar og hávaði, suð og hvinur fylgir þeim. Þær menga og dreifa plastögnum úr spöðunum.”
Svo mælir Gísli B. Björnsson og færir sannfærandi rök fyrir máli sínu.
Hér á heimasíðunni hef ég í vikunni vísað í andmæli Landverndar gegn vindmyllufárinu, birt ítarlega greinargerð Kára um þá hættu sem steðjar að umhverfinu, herhvöt Jónu Imsland og svo hef ég vísað í baráttusamtökin Mótvind. Allt er þetta hér: https://www.ogmundur.is/is/greinar/vindmyllufarid-landvernd-alyktar-kari-upplysir-jona-vekur-thing-og-thjod-og-motvindur-safnar-lidi
Á það hefur skort að rætt hafi verið um mengun af völdum plastagna svo og af óendurvinnanlegum vindspöðum myllanna en þá þarf að endurnýja á nokkurra ára fresti.
(Mynd úr grein Jónu Imsland)
Í athugun Kára, sjá hér er plastinu gerð ítarleg skil og eftirfarandi er skjáskot úr skýrslu hans:
Ástæðan fyrir því að ég staðnæmist við plastið er að ég rak augun í Matsáætlun Orkuveitunnar á vindorkuveri á Hellisheiði sem nú er í smíðum. Matsáætlunin lofar góðu um margt – og vel að merkja við getum öll sent inn athugasemdir – en athygli vekur engu að síður að í upptalningu á umhverfisþáttum sem kannaðir verða er hvergi minnst á plast.
Hér með geri ég athugasemd við það að hvergi sé minnst á að könnuð verði hættan sem umhverfinu stafar af plastmengun.
SKÝRSLAN ER HÉR
--------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/