VINDMYLLUFÁRIÐ: LANDVERND ÁLYKTAR, KÁRI UPPLÝSIR, JÓNA VEKUR ÞING OG ÞJÓÐ OG MÓTVINDUR SAFNAR LIÐI
Ég ætla ekki að hafa mörg orð sjálfur í þessum pistli heldur gefa öðrum orðið.
Fyrst er það Landvernd. Kortið hér að ofan er af vef Landverndar og sýnir staði sem fyrirhugað er að nýta til orkuframleiðslu eða raska á annan hátt. Náttúrukortið byggir á rammaáætlun og opinberum gögnum. Vindmyllur eru aðeins að litlum hluta komnar inn á kortið en eru smám saman að verða fyrirferðarmeiri.
Eftirfarandi er ályktun Landverndar frá í vor um vindmylluvæðingu Íslands. Það er ekki að ástæðulausu að tekið er djúpt í árinni:
„Aðalfundur Landverndar haldinn í Tjarnarbíói 23.maí 2025 skorar á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland.
Vindorkuver munu valda óbætanlegum og óafturkræfum náttúruspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og ógna líffræðilegum fjölbreytileika og skaða samfélög og atvinnulíf í landinu.
Þess er líka krafist að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir landsins, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar til að tryggja beina aðkomu almennings að orku- og afkomuöryggi, matvælaöryggi og náttúruvernd.”
Þarna ályktar Landvernd og hamrar á því að vindmyllur valda óafturkræfum spjöllum.
(Mynd úr skýrslu Kára en hann fjallar ítarlega um óafturkræf umhverfisspjöll, m.a. af völdum stálstyrktrar steypu og af völdum plastmengunar)
Kári færir rök fyrir því að umhverfisáhrifin séu óafturkræf: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/vindrafstodvar-og-umhverfisahrif-afhjupun-a-blekkingum-um-endurheimt
(Myndin er tekin úr grein Jónu Imsland)
Hér er svo Jóna Imsland sem stóð sig flestum - ef ekki öllum betur - í mótmælum við stefnu/stefnuleysi síðustu ríkisstjórnar í landakaupamálum sem einkenndust af linku og undanlátssemi við peningaöflin. Grein Jónu má nálgast hér
Samtökin Mótvindur hafa reynt að safna liði gegn værukærðinni. Við ættum öll að fylgjast með feisbókarsíðu Mótvinds: https://www.facebook.com/groups/1551122038661933/
-----------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/