VANGAVELTUR UM ÍRAN Í FORTÍÐ, SAMTÍÐ OG FRAMTÍÐ
TFF • Transnational Foundation & Jan Oberg er sænsk frétta/friðarveita sem birtir margar athyglisverðar greinar auk þess sem ritsjórinn Jan Oberg hefur iðulega fram að færa athylgisverðar upplýsingar sem hann setur fram af þekkingu og innsæi. Fyrir nokkrum dögum birti Jan Oberg grein eftir Farhang Jahanpour, breskan ríkisborgara af írönsku bergi brotinn, fyrrum prófessor við háskólann í Isfahan í Íran; síðar fyrirlesara við ensku háskólana í Cambridge og Oxford og Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Hann var einnig tengdur BBC útvarpinu breska og fylgdist sérstaklega með málefnum Mið-Austurlanda og Norður Afríku.

Ýmislegt nefnir Farhang Jahanpour sem er athyglisvert en ég staldra við tvennt:
Hann telur að svo hafi fjarað undan klerkastjórninni í Íran að þungi atburðarásarinnar sé orðinn slíkur að hann muni bera stjórnina ofurliði.
Hitt þótt mér fróðlegt að lesa frásögn hans af afskiptum Vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, af málefnum Írans og hvernig gengið var fram af lítilli þekkingu og litlu viti en jafnframt miklu ráðríki.
Sjá grein:
Will the Islamic Republic of Iran be able to celebrate its 47th anniversary?
-----------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometimes people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Usually this is because the reply has been directed to the trash bin. Be aware of this.)