Fara í efni

UM RAUÐA STEFNU VIÐ RAUÐA BORÐIÐ

Hvort ástæða væri til bjartsýni á framtíð sósíalismans var á meðal þess sem upp kom í samræðu okkar Gunnars Smára Egilssonar við Rauða borðið á Samstöðinni í gær. Viðfangsefnið var framtíð vinstri stefnu.

Ég sagði það sem ég hef stundum sagt áður að hjá mér væri bjartsýni hreinlega stefna sem ég fylgdi og hvikaði hvergi frá. Sannleikurinn væri sá að sjaldan hefði verið eins mikil þörf á vinstri stjórnmálum og einmitt nú. Það yrði þó að játa að hafa þyrfti fyrir því að vera bjartsýnn á framtíð vinstri stjórnmála eins og málum væri nú háttað. Framtíðin væri komin undir baráttuvilja okkar.

Þáttinn má sjá hér á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=rPKxLKVr1TY

---------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)