TIL UMHUGSUNAR
Á jólum og um áramót staldra menn gjarnan við og hugsa; ígrunda það sem liðið er og hvað kunni að vera framundan. Nú eru jólin liðin en í huga okkar eru þó enn áramótahugleiðingarnar. Þorsteinn Siglaugsson, heimspekingur skrifar hátíðahugvekju sína á vef Málfrelsisfélagsins og fer vel á því.
Á þeim vef er ekki spurt hvort menn séu sammála um allt heldur hvort það sem sagt er sé þess virði að hugleiða. Það á vissulega við um hugleiðingu Þorsteins þótt efasemdir hafi ég um sumt sem þar er viðrað um eðli hins karllæga og hins kvenlega í mannlegu samfélagi. Ég hef alla tíð neitað að draga þessi landmæri. Kem einfaldlega ekki auga á þau, sé hins vegar mismunandi samfélög, mismunandi samfélagsskipan, mismunandi hlutverkaskiptingu en eðlismuninn gútera ég ekki þegar kemur til hins innsta eðlis. Völd yfir öðru fólki framkallar það versta í manneskjunni og enn er það svo að hlutfallslega fleiri karlar en konur hafa slík völd á hendi. Þar með verður sýnilegur munur á hinu karllega og hinu kvenlega mengi. En ég er tilbúinn að láta sannfærast um annað. Til þess er rökræðan. Og henni fagna ég alltaf.
Vísdómsorðum Þorsteins er ég og sammála þegar hann segir í niðurstöðum sínum að «... leiðin til að takast á við vandamál samtímans felst aldrei í því að reyna að hverfa til fortíðar, hún felst í því að spyrja áleitinna spurninga um nútíðina og hverju þurfi að breyta og bylta til að framtíðin verði betri. Og ekki síst, að spyrja okkur sjálf grundvallarspurninga um öll þau lykilviðmið og gildi sem við höfum vanist og vera tilbúin til að kollvarpa þeim, brjóta og bramla og endurbyggja á grunni nýs og sannari skilnings á hlutverki okkar á jörðinni og tengslum okkar við hvert annað.»
Pistill Þorsteins: Jólin: Innrás óreiðunnar - Krossgötur

-----------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)