Fara í efni

ÞJÓNN HERGAGNAIÐNAÐARINS Í HEIMSÓKN

Einhver kann að halda að Mark Rutte, aðalframkvæmdastjóri NATÓ sé sér á parti í undirgefni og fleðulátum gagnvart Donald Trump froseta Bandaríkjanna.

Svo er ekki, Jens Stoltenberg forveri hans flutti ræður þar sem hann dásamði vopnaiðnað Bandaríkjanna og þakkaði alveg sérstaklega fyrir leiðsögn Trumps til aukinnar vígvæðingar. Um þetta hefur stundum verið skrifað á þessari síðu til dæmis í þessari grein sem jafnframt birtist í Morgunbalðinu:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/norskur-krati-bugtar-sig-i-washington

Hér er svo Mark Rutte, núverandi forstjóri NATÓ að halda ræðu í veislusal «dear Donalds» ekki alls fyrir löngu þar sem hann tjáir forsetnanum ást sína og virðingu: https://www.youtube.com/watch?v=ehfLQoDcRBc

Samkvæmt skilgreiningum Eisenhowers forseta BNA 1953-1961 á hergagnaðinðinum, sem hann sagði að mætti aldrei ná undirtökunum í stjórnmálaífinu, eru báðir þessir menn eflaust dæmigerðir um hvað þessi forseti BNA taldi að bæri að varast. Lengra í þrælslund við hergagnaiðnðainn er varla hægt að komast.

Auðvitað er hergagnaiðnaðurinn ekki endastöðin heldur tæki til að ná undur fjármagnsöflin auðlindum jarðar. 

Áhyggjuefni er að íslensk stjórnvöld skuli lúta sama boðvaldi og þessir menn.
Það er sameiginlegt verkefni okkar sem viljum ekki láta nota skattfé okkar til vígbúnaðar að ræða með hvaða hætti þessi öfl verði stöðvuð.
Eitt er augljóst og það er að gegn þeim verður að rísa.

-------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)