TALAR MÁLI STJÓRNVALDA Í TEHERAN OG/EÐA SANNLEIKANS?
Andrew Peter Napolitano, fyrrum dómari frá New Jersey í Bandaríkjunum heldur úti viðtalsþáttum á youtube sem hafa mikið áhorf en yfirleitt ganga þeir þvert á fréttaflutning meginstraumsfjölmiðlanna. Þáttaröð sína nefnir Napolitano Judging Freedom.
Í þeim þætti sem má nálgast hér ræðir Napolitano við Seyed Mohammad Marandi, prófessor við háskólann í Teheran um stöðu mála í Íran.
Hann talar máli stjórnvalda en sú rödd er ekki hávær í vestrænum fjölmiðlum þessa dagana. Mér þótti fróðlegt að hlusta á prófessorinn og þá ekki síður að heyra hvað Trump og félagar hans hafa fram að færa.
Hvar er sannleikann að finna, hver talar máli hans. Það er viðfangsefnið í þessu máli sem örðum. Ég hvet enskumælandi lesendur síðunnar til að hlusta á þennan þátt sem er innan við hálftíma langur.
LIVE FROM TEHRAN: Foreign Pressure or Internal Crisis? : Prof. Seyed Mohammad Marandi - YouTube
------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)