Jeffrey D. Sachs, prófessor við Columbia háskólann í New York, er án efa einn áhrifamesti greinandi í heimspólitíkinni nú um stundir. Hann býr yfir mikilli þekkingu og reynslu innan úr “kerfunum”, er víðlesinn og glöggur mjög.
Í grein sem ég setti á heimasíðuna með hans leyfi gerir hann grein fyrir sýn sinni á þá klemmu sem Evrópa hefur sett sig í. Rótin að þeirri klemmu er að hans mati sú að söguskilning skorti. Í þesari grein sýnir hann skipulega fram á hvernig Evrópa hefur verið sefjuð með ranghugmyndum um langan aldur um löngun Rússa til að leggja vestanverða álfuna undir sig og að eina leiðin sé að vígbúast og berjast. Hann vitnar í kanslara Þýsklnds sem segir að tími viðræðna sé liðinn nú séu það vopnin sem þurfi að horfa til, margir óttist stríð en það geri hann ekki.
Jeffrey D. Sachs talar á hinn bóginn fyrir hönd okkar margra sem viljum forðast stríð, hræðumst afleiðingar þessm og viljum öllu öðru fremur finna leiðir til friðsamlegar sambúðar manna og ríkja í millum.
Í seinni tíð hef ég sífellt oftar sagt að það mikilvægast sem við lærum sé saga okkar sjálfra. Sagan kennir vissulega að sjaldnast hafa menn lært af sögunni eins eftirsóknarvert og það er. En til þess að geta lært af sögunni er þörf á skilningi á henni.
Telji menn Jeffrey D. Sachs fara með fleipur og færi þeir rök fyrir því á sannfærandi hátt væru þeir velkomnir að birta það álit sitt hér á síðunni sem bréf til síðunnar eða jafnvel í dálkinum Frjálsir pennar.

Þessi mynd frá 1991 er úr grein Jeffrey D. Sachs og sýnir þá James Baker þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Gorbachev, forseta Sovétríkjanna handsala samkomulag um friðsamlega sambúð ausurs og vesturs. Þetta var þegar Sovétríkin voru liðuð í sundur, Varsjárbandalagið leyst upp og Vesturveldin hétu því að stuðla að friði með því að draga úr vígbúnaði á svæðum sem lægju að Rússlandi og að NATÓ færði sig “ekki þumlungi nær”. Þau orð voru eignuð Baker. Þetta var svikið af hálfu Bandaríkjanna og annarra NATÓ-bandamanna Íslands.
Grein Sachs er all löng en hún er þess virði að gefa sér tíma til þess að lesa í rólegheitum. Þetta er málatilbúnaður sem leiðir til friðar. https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/a-new-foreign-policy-for-europe
English summary: SACHS REFLECTS ON HISTORY
Jeffrey D. Sachs, professor at Columbia University in New York, is undoubtedly one of the most influential analysts of world politics today. He possesses profound knowledge, has extensive experience from within “systems” and as an outside observer, is widely read and exceptionally insightful.
In an article recently published on the website of Center for International Relations and Sustainable Development (CIRSD) and now also on this website, Jeffrey D. Sachs explains his view of the predicament that Europe now finds itself in. The root of that predicament, in his opinion, is a lack of historical understanding. In his article, he systematically shows how Europe has been lulled into a long-standing misconception about Russia’s desire to subjugate the western continent and that the only way out is to prepare for war and fight. He quotes the German Chancellor who says that the time for diplomacy. Sachs quotes the German Chancellor: “Part of our society has a deep-rooted fear of war. I don’t share it, but I can understand it.” that he for his part does not fear war!
Jeffrey D. Sachs, on the other hand, speaks for many of us who want to avoid war, who fear its consequences and want above all else to find ways for peaceful coexistence between nations.
 This photo from 1991 is from Sachs´article and shows the US Secretary of State at the time, James Baker and Soviet President Mikhail Gorbachev, celebrating peaceful coexistence between East and West. Or so we were told.
This was when the Soviet Union was disintegrating, the Warsaw Pact was being dissolved, and the Western powers pledged to promote peace by reducing armaments in areas adjacent to Russia and that NATO would not move “an inch” closer to the country. Those words were attributed to Baker.
Sachs' article is quite long, but it is worth taking the time to read it carefully, ponder over it and encourage others to read it and reflect on it.
Here is the article, A NEW FOREIGN POLICY FOR EUROPE and also the link to CIRSD: https://www.ogmundur.is/is/frjalsir-pennar/a-new-foreign-policy-for-europe
----------------------------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/ Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu. Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/
(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.
To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)
|