Fara í efni

SACHS SITUR FYRIR SVÖRUM – SVÖRIN VERÐA AÐ HEYRAST

Viðtalið sem hér má sjá og heyra við bandaríska stjórnmálagreinandann Jeffrey Sachs er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Þessi merki stjórnmálaskýrandi er ómyrkur í máli gagnvart Trump og ráðandi öflum í Bandaríkjunum. Hann talar þar um “gangsterism”, að hugsunarháttur glæpahópa hópa sé orðinn ráðandi en í því sambandi megi ekki gleyma að í heimi glæpahópa ráðist niðurstaðan í deilumálum oftar en ekki með vopnavaldi, “gangsterism ends with a shootout.”

Evrópa sé hins vegar í slæmri stöðu hafandi verið undirgefin Bandaríkjunum, í þjónustuhlutverki við þau áratugum saman. Sama gildi um NATÓ sem eigi sök á því hvernig komið sé í Úkraínu.

Athygli hljóti að vekja að frá Evrópu heyrist stuðningsraddir við “regime change” í Venezualea, Íran og víðar í anda Donalds Trumps. Og öll horfðu þau aðgerðalaus á þjóðarmorð í Gaza. Evrópa hafi hreinlega tapað trúverðugleika sínum. Á orð Jeffrey Sachs um þetta verða allir að hlusta.

Þannig að tvískinnungur er mikill. Það sé verk að vinna að endurvinna traust.

Þess vegna er tími kominn til að:
Íslendingar sýni nú vott af reisn, tali máli réttlætis og réttvísi. Það er kominn tími til að Íslendingar lyfti sér upp af hnjánum, hætti að lúta boðvaldi NATÓ, hætti að leita eftir leiðtogum lífs síns í Washington eða koma sér í mjúkinn hjá gömlu nýlendveldunum í Brussel og reyni þess í stað að hafa uppi á eigin samvisku og fylgja henni.

Sachs er hér: Jeffrey Sachs BLOWS UP Over Greenland Letter, Gaza Board Of Peace

-----------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometimes people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Usually this is because the reply has been directed to the trash bin. Be aware of this.)