Fara í efni

ÖRYGGI/ÁHRIF – SACHS/MEARSHEIMER – EXCHANGE OF VIEWS

Nýlega ritar Jeffrey Sachs mjög áhugaverða grein um sýn stórvelda á heiminn og hvaða breytingum hún hafi tekið. Þá talar hann mjög eindregið fyrir því að stórveldi geri greinarmun annars vegar á rétti sínum til að tryggja öryggi sitt og hins vegar rétti eða öllu heldur réttleysi til þess að ráðskast með önnur ríki.

Monroe kenningin og Roosevelt viðbótin

Hvað Bandaríkin áhrærir staðnæmist hann við Monroe-kenninguna svokölluðu frá 1823 og endurskoðun á henni með Roosevelt viðbótinni (Roosevelt Corrollary) frá árinu 1904. Þeirri fyrri hafi verið beint til evrópskra valdhafa um að hafa sig hæga í Ameríkunum, - norður og suður - gegn því að Bandaríkin héldu sig á mottunni annars staðar í heiminum. Með Roosevelt viðbótinni hafi Bandaríkin hins vegar áskilið sér rétt til íhlutunar í Vesturheimi. Þetta hafi verið grundvallarbreyting.

Umræðuna um rétt til öryggis annars vegar og áhrifa hins vegar tengir Sachs síðan Evrópu, Rússlandi og Kína – hvað eigi að gilda um valdablokkir almennt.

Nálgun Sachs sannfærandi

Eftir að þessu skrifi lýkur hefjast stutt skoðanaskipti hans og Johns Mearsheimer prófessors við Chicago háskólann um þetta efni. Jeffrey Sachs gerir grein fyrir því að aðeins verði um örstuttar athugasemdir að ræða af beggja hálfu að þessu sinni.

Í ljós kemur að þótt þessir tveir bandarísku prófessorar séu sammála um margt þá eru þeir hér ekki allskostar á einu máli. Mearsheimer telur að þegar á hólminn sé komið eigi stjórnendur ríkja erfitt með að greina á milli öryggishagsmuna og áhrifavalds.

Vel má þetta vera rétt en nálgunin skiptir öllu máli, hvort þú hafir rétt til þess að krefjast fyrirkomulags sem tryggi öryggi eða að stórveldi geti þar með átt rétt á að ráða yfir nábúum sínum og ráðskast með þá.
Það sé þannig ekki óeðlilegt að Rússland vilji herlaust svæði í kringum sig en um rétt til að ráða yfir landsvæðum utan sinna landamæra gegni hins vegar öðru máli. Þarna er ég mjög eindregið á sama máli og Sachs að stórveldi hafa engan rétt til að ráðskast með önnur ríki er enginn og út frá því beri að dæma gjörðir stórvelda.

Viðfangsefnið þykir mér vera að þróa þessa hugsun áfram þannig að hún verði stefnumótandi.

Hér má lesa grein Jeffrey Sachs og orðaskipti hans við John Mearsheimer sem birtist á Pascal´s Substack - https://pascallottaz.substack.com/p/sachs-and-mearsheimer-on-spheres

Bandaríkin telja sig hafa rétt til íhlutunar án takmarkana

Í framhaldi af umfjöllun um Monroe kenninguna og þá sérstaklega viðbót Roosevelts, hlýtur hamagangur Trumps gagnvart Venezuela þessa dagana að vekja athygli og nú síðast eftir að þungur fangelsisdómur féll í Brasilíu í máli Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseta Brasilíu, sem fundinn hafði verið sekur um að skipuleggja valdarán með morðum og ofbeldi þar á meðal að láta eitra fyrir réttkjörnum forseta, Luiz Inácio Lula da Silvaa, og skjóta Alexandre de Moraes, forseta hæstaréttar Brasilíu til bana.
Við svo búið “tvítaði” bandaríski utanríkisráðherrann, Marco Rubio, að ríkisstjórn Bandaríkjanna muni bregðast við þessum „nornaveiðum“!

SACHS AND MEARSHEIMER ON SECURITY AND INFLUENCE AND MARCO RUBIO ACTING UPON THE ROOSEVELT COROLLORY

In the Icelandic text I summarize the content of a recent article by Jeffrey Sachs where he argues that while the big military powers are legitimate in looking after their security interests by not having hostile states weaponizing on their door step while they have no right meddling in their domestic politics.

Monroe and Roosevelt

He recalls the Monroe doctrine of 1823 directed at European colonial powers, demanding hands off the Americas - North and South - while the US would pledge not interfere in other parts of the world. With the Roosevelt Corollary of 1904, the United States goes further and now reserves its right to intervene in domestic affairs of the countries of the continent. The Roosevelt Corollary is thus a fundamental change from the Monroe doctrine.

Jeffrey Sachs then links this discussion with current developments in Europe, Russia and China – and contemplates to what extent these principles should apply.

Then there is a brief but interesting exchange of views between him and Professor John Mersheimer of the University of Chicago on this subject.

It turns out that although these two American professors agree on many fundamental issues, they do not completely agree on this. Mearsheimer believes that states are likely to have difficulties in distinguishing between security interests and influence.

Sachs´ approach commendable

This may well be correct, but I think Jeffrey Sachs's approach is to be preferred: No state has the right to interfere in the domestic policies of its neighbours while security concerns may be fully legitimate.

Here you can read Jeffrey Sachs' article and his exchange of views with John Mearsheimer: Sachs & Mearsheimer on ‘Spheres of Security’ which appears on Pascal's Substack - https://pascallottaz.substack.com/p/sachs-and-mearsheimer-on-spheres

The US has the right to interfere!

The Roosevelt Corollary comes to mind these days considering the reactions in Washington DC after a heavy prison sentence was handed down in Brazil in the case of Jair Bolsonaro, the former president of Brazil, who had been found guilty of organizing a coup, intending to murder the rightfully elected president, Luiz Inácio Lula da Silva by poison and having Alexandre de Moraes, the president of the Supreme Court of Brazil assassinated. The US Secretary of State, Marco Rubio, then declared that the US government would respond to this "witch hunt"!

----------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)