Fara í efni

OLÍUFÉLÖG AXLA ÁBYRGÐ

Í nóvember á síðasta ári var það gert að umræðuefni á þessari síðu að fyrir botni Hvalfjarðar væru olíutankar í eigu  NATÓ og íslensku olíufélaganna. Svo væri að skilja að NATÓ hugsaði vel um sína tanka en öðru máli gegndi um olíufélögin. Þau létu sína tanka drabbast niður. Ryðgaðir tankarnir blöstu við þeim sem ættu leið um Miðsand í Hvalfirði. Á það var bent að þetta væri bæði ljótt að sjá og einnig hættulegt. Ég kvaðst hafa heyrt haft eftir bónda af svæðinu að hann hefði eitt sinn komið að lekri olíuleiðslu þar sem olían hefði runnið út í náttúruna. DV tók málið upp og spurði hvort ekki þyrfti eitthvað að aðhafast í málinu. Nú hefur það gerst - annað er ekki að sjá en verið sé að taka niður tankana, alla vega einhverja þeirra. Þessu ber að fagna. Þökk sé oliúfélögunum og þökk sé DV fyrir að fylgja þessu máli eftir.

Sjá fyrri umfjöllun um málið á vef mínum