Fara í efni

KRAFTUR, FRELSI, FRIÐUR - Í BOÐI RÍKISSTJÓRNAR-INNAR!

Fyrst hélt ég að Hreinn Kárason væri að grínast í lesendabréfi hér á síðunni þar sem hann bendir á að vinnunefnd forsætisráðuneytisins hefði leitað í öfugmælahandbækur Dýrabæjarins hans George Orwells um einkunnarorð fyrir Ísland! (sbr. hér., https://www.ogmundur.is/is/fra-lesendum/og-svo-fljuga-thau-heim-i-dyrabae). Dýrabær -  Animal Farm -  fjallar um tilkomu alræðisríkisins þar sem sumir eru jafnari en aðrir, les:einkaþotur.
 Eftirgrennslan leiddi í ljós að Hreinn K. hefur rétt fyrir sér! Er ríkisstjórnin að gera grín að þjóðinni eða eru þetta kjánar í ímyndarnefndinni hans Geirs? Er nefndin á launum? Er þetta þá kannski nefnd sem vinnur eins og þau gera í Háskóla Íslands, svona klippt og skorið -cut and paste - nefnd?
Er Geir H. Haarde, forsætisráðherra, kannski að flytja fyrirlestra um Animal Farm í útlöndum? Okkur er sagt að hann sé alltaf að flytja ávörp við erlenda háskóla. En er það nógu gott að Geir tali í útlöndum á meðan Ísland brennur?
Jóel A.

Þakka þér bréfið Jóel. Um það er það eitt að segja að ég er þér sammála.
Kv.
Ögmundur