JAN FERMON OG CEREN USYAL HJÁ ODDNÝJU EIRI Á SAMSTÖÐINNI
Hér að neðan er að finna youtube-slóð á viðtal sem Oddný Eir Ævarsdóttir tók við saksóknarana sem töluðu á opnum fundi í Safnahúsinu í Reykjavík 23. júní þar sem fjallað var um niðurstöður Permanent Peoples´Tribunal eftir rannsók á mannréttindabrotum Tyrkja og málaliða á þeirra vegum á hendur Kúrdum í Rojava í norðanverðu Sýrlandi. Saksóknararnir eru þekktir mannréttindalögmenn, Jan Fermon og Ceren Uysal. Það skrifast á minn reikning að hafa sett n í stða m í nafn Jan Fermons í auglýsingu um fundinn:
https://www.ogmundur.is/is/greinar/bodid-til-fundar-i-hadeginu-naesta-manudag
Á meðal gagna sem birt voru við réttarhöldin var frétt frá tyrknesku sjónvarpsstöðinni TRT sem sýnir drónaárás á prentsmiðju – þá einu á svæðinu – sem prentaði námsefni, dagblöð og samfélagslegar upplýsingar frá stjórnsýslu Kúrda. Þetta er til marks um að því fer fjarri að þessar árásir snúist einkum um hernaðarhagsmuni heldur eru skotmörkin samfélagsstofnanir og oftar en ekki óvopnað fólk:
MİT, şehitlerin kanını yerde bırakmadı: 50'ye yakın hedef vuruldu - Son Dakika Haberleri
Síðara myndbandið sem hér er slóð að sýnir drónaáras á friðsamlega samkundu Kúrda við stíflu í Rojava. Það sem er merkilegt er umgjörðin – glæpamennirnir eru að fagna hetjudáð. Myndbönd af þessu tagi dreifðu málaliðasveitirnar til að stæra sig af ódæðisverkim sínum – ekkert leyndarmál þar á ferðinni, þvert á móti: Sjáið þið hvað við stóðum okkur vel!
https://x.com/hoshanghesen/status/1881849451138154618?s=12
Hér er svo þáttur Oddnýjar Eirar Ævarsdóttur en þar er vilkið að þessum mótmælum.
Þátturinn þykir mér vera upplýsandi:
https://www.youtube.com/watch?v=1R4ulaufBgw
-----------
Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/