Fara í efni

JÁKVÆTT - EN STEMMA ÞARF ÁNA AÐ ÓSI

Auðvitað er það skömminni skárra að ríkið borgi fyrir meðferð spilafíkla en að þeir geri það sjálfir eins og tíðkast hefur. Þannig hefur SÁÁ fengið fjármuni úr rekstri spilavíta til þess að fjármagna námskeið fyrir fólk sem haldið er spilafíkn og níðst hefur verið á. Nú munu þessir fjármunir koma úr ríkissjóði og vonandi að úr verði alvöru meðferð.
Það mun bæta fjárhagsstöðu spilavítanna sem þessu nemur og eigenda þeirra, Rauða kross Íslands, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Háskóla Íslands. Fjárhagsstaða þeirra má gjarna vera góð en eftir öðrum leiðum en þessum á styrktarfé að koma þeim til handa.
Ég leyfi mér að beina þeirri spurningu til stjórnvalda hvers vegna EKKERT sé aðhafst til þess að stemma stigu við þessum ófögnuði og horft til orsakanna en ekki einvörðungu til afleiðinganna?
Á skal að ósi stemma hefur löngum verið sagt en ós til forna mun hafa vísað til uppsprettu árinnar. Og hér er uppsprettan rekstur spilakassa í skjóli stjórnvalda.

------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)