Fara í efni

HVER ER GLAÐI SUMARDANSARINN?

Mér hálf brá í brún þegar ég sá þessa mynd á hólelgangi í Vínarborg í maí síðastliðnum. Þóttist þekkja þennan lífsglaða sumarálf dansandi í sólskininu og slík voru tilþrifin að mynd af honum vann til verðlauna í ljósmyndasamkeppni sem mér skildist að tengdist einhvers konar friðarviðleitni.

Samkvæmt texta undir myndinni ætla ég að hún sé frá Úkraínu og við hæfi að birta hana í aðdraganda Alaska-fundar þeirra Trumps og Selenskys með Pútin um mögulegar lyktir Úkraínustríðsins. 

Auðvitað þarf ekki að spyrja um deili á sumarglaða dansaranum. Hver hann er skiptir að sjálfsögðu ekki höfuðmáli heldur hitt að til skuli vera svona lífsglatt fólk að stíga dans lífinu til dýrðar.

----------------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

Warning: Sometime people who have wante to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and then given their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this please. )