Fara í efni

FÁ STRÍÐ VINNAST MEÐ SIGRI

Birtist í helgarblaði Morunblaðsins 24/25.05.25.
Þetta eru mín orð. Ernst Hemingway, sem á þessa hugsun, gekk lengra í bók sinni Farewell to Arms, Vopnin kvödd, eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu Halldórs Laxness. Hemingway taldi þetta eiga við um öll stríð. Ekkert stríð verði unnið með sigri.

Kúrdarnir í Tyrklandi eru á þessari Hemingway línu. Helsti talsmaður þeirra, Abdullah Öcalan, sem setið hefur í tyrknesku fangelsi í rúman aldarfjórðung, vill semja um lyktir á áratugagömlum stríðsátökum. Og til að sýna að hugur fylgi máli lagði hann til úr fangaklefa sínum á Imrali eyju hinn 27. febrúar síðastliðinn að Verkamannaflokkur Kúrda, PKK, og vopnaðar sveitir á vegum hans, yrðu lagðar niður, vopnin kvödd. Og nú hefur flokkurinn svarað þessu ákalli og lagt sjálfan sig niður.

Tillaga um friðsamlega lausn er ekki ný af hálfu Öcalans. Slíkt friðarferli átti sér stað á árunum 2013 til 2015. Svo vel gekk það að flokkur Kúrda - samstiga PKK en ekki brennimerktur sem hryðjuverkaflokkur – vann hug og hjörtu sífellt fleiri íbúa Tyrklands, fékk 13.2% atkvæða í kosningum vorið 2015, miklu meira í Kúrdahéruðum Tyrklands, en Erdogan, allsráðandi í landinu, missti hins vegar meirihluta sinn. Við svo búið lét hann skella í lás á Imrali eyju og magnaði upp átök til að styrkja sig í röðum þeirra sem vildu ganga milli bols og höfuðs á Kúrdum. Sprengjur og ofbeldi urðu nú verkfærin á ný, þorp og bæir lagðir í rúst, fangelsanir sem aldrei fyrr og sprengjuregn í landamærahéruðum Tyrklands, Íraks og Sýrlands.

Handbendi Erdogans í Sýrlandi, afsprengi ISIS, þeir hinir sömu og nú ráða í Damaskus, herjuðu stöðugt á Kúrdana í Norður-Sýrlandi, Rojava. Í nýafstöðnum vitnaleiðslum fyrir rannsóknardómstólnum Permanent People´s Tribunal komu fram upplýsingar um hryllilegt ofbeldi af þeirra hálfu. Ég var viðstaddur þessi réttarhöld og þótti umhugsunarvert að sjá á myndbandi aftöku kúrdískrar baráttukonu og heyra að böðull hennar sæti nú í varnarmálaráðuneyti Sýrlands. Í mínum huga dugir ekki að færa slíkan ofbeldismann í jakkaföt og láta hann setja upp bindi til að hann breytist í mannvin.

En við þessa menn vill Öcalan engu að síður semja, líka Erdogan. Samkvæmt mínum heimildum setur Kúrdaforinginn dæmið upp með þessum hætti: Við erum nú í sterkri stöðu til að semja, við höfum sýnt fram á að við verðum ekki brotin á bak aftur, við gripum til vopna okkur til varnar, nú höfum við á að skipa öflugum baráttusveitum og höfum staðið af okkur öll áhlaup. Við gætum nú valið einn þriggja valkosta, samið við Íran sem nú þarf á bandamönnum að halda í Mið-Austurlöndum eftir að Ísraelsher tókst að vinna sigur á sveitum hliðhollum írönskum stjórnvöldum. Í annan stað gætum við samið við Ísrael, Breta og Bandaríkjamenn, þá sem settu nýju stjórnina í Damaskus til valda. Þessir aðilar vilja sundra Sýrlandi og gætu hugsað sér kúrdískt ríki þar eða öflugt sjálfstjórnarsvæði Kúrda. Í þriðja lagi mætti semja við Erdogan um framtíðarskipan sem tryggði mannréttindi Kúrda, rétt þeirra til menningar sinnar og lýðræðis. Þann kostinn eigum við að velja, segir Öcalan, hinir eru ávísun á hundrað ára stríð og hatur og andúð allra nágranna okkar.

Já, en Erdogan er höfuðkúgari okkar til margra ára, varla viljum við friðmælast við hann! Þessu svarar Öcalan með því að segja að Tyrkir og Kúrdar hafi fyrrum lifað saman í friðsemd í þúsund ár. Horfum til þess þegar við reynum nú að stíga inn í friðsamlegri framtíð.

Á ráðstefnu sem ég sótti í húsakynnum Evrópusambandsins í Brussel nýverið um málefni Kúrda var mikið rætt um stríð og frið, ekki bara í Kúrdistan, heldur líka í Úkraínu, Afríku og víðar. Norður Evrópumenn voru herskáir, vildu vígbúast og vera í stakk búnir til átaka. Kona frá Kúrdistan stóð þá upp og sagðist furða sig á þessum málflutningi. „Við viljum kveðja vopnin“, sagði hún, „þau leysa engan vanda til frambúðar. Við viljum stíga út úr vítahring mannfórna og eyðileggingar. Þið sem eruð svona vígreif úr fjarska ættuð að endurskoða þankagang ykkar.“

Og upp í hugann kom Hemingway að nýju. Söguvettvangur hans var Ítalía í heimstyrjöldinni fyrri. Hemingway hafði verið sjálfboðaliði í ítalska hernum sem barðist gegn Þjóðverjum og Austurríkismönnum. Framan af frásögn hans voru samherjarnir vígreifir. Hershöfðingjarnir og pólitískir valdataflsmenn gátu skákað mönnum út í dauðann til að verja „hin góðu gildi“. En þegar hallaði undan fæti voru menn ekki eins vissir um að vilja deyja og var þá brugðið á það ráð að veita þeim heiðursmerki fyrir hugrekki frammi fyrir byssukjöftum óvinarins. Og já-fólk ráðamanna, fjölmiðlar og pólitíkusar, kyntu undir óvildina og hatrið í garð hins hryllilega óvinar.

En smám saman tók andúðin að taka á sig aðra mynd og beinast að hinum raunverulega ógnvaldi – þeim sem tefldi hinum óbreytta manni út í opinn dauðann. Handan víglínunnar má ætla að nákvæmlega hið sama hafi verið uppi á teningnum.

Það er aðdáunarvert að sjá Kúrdana vilja stíga út úr slíkum vítahring manndrápa og haturs; horfa til framtíðar í friðsamlegri sambúð. Með þeim hætti og aðeins þannig vinni þeir sitt stríð.

 

FEW WARS ARE WON BY VICTORY

These are my words. But the thought derives from Ernst Hemingway. In his Farewell to Arms, Vopnin kvödd as the novel is called in the Icelandic translation of Halldór Laxness, it is to be understood that Hemingway believed this to apply to all wars: No war was won by victory.

The Kurds in Turkey think Hemingway alike. Their main spokesman, Abdullah Öcalan, who has been deprived of his freedom in a Turkish prison for more than a quarter of a century, wants to negotiate an end to a long-lasting civil war. And to show that he is serious he proposed from his prison cell on Imrali Island on February 27 that the Kurdish Workers' Party, PKK, and its armed brigades would be disbanded, they would lay down their arms. And now the party has responded to this call and disbanded itself.

The proposal for a peaceful solution is not new on Öcalan's part. Such a peace process took place between 2013 and 2015. The prospects were promising. The Kurdish party - aligned with the Kurdish cause and in line with the PKK but not branded as a terrorist group – now began to win the hearts and minds of a growing number of citizens in Turkey, receiving 13.2% of the vote in the general elections held in the spring of 2015 - much more in the Kurdish regions of Turkey - while Erdogan, who plays the dominant role in Turkeys´ politics, lost his majority. As a result of this he slammed to a close the prison doors on Imrali island and went about to polarize society and to intensify the conflict. And now again there were bombs and violence; villages and towns erased to the ground, imprisonment of those who placed themselves in opposition or just called for peace, and then thre were killings and devastation in the border regions of Turkey, Iraq and Syria.

Erdogan's henchmen in Syria, the offshoot of ISIS, the very same people who now rule in Damascus, have for the last years constantly been attacking the Kurds in northern Syria, Rojava. Recent testimony before the Permanent People's Tribunal revealed details of horrific violence on their part. I was present at this trial and found it chilling to see a video of a Kurdish activist being murdered in cold blood and then to learn that her executioner is now in the Syrian Ministry of Defence. One is tempted to ask if changing clothes and appearances suffices to make such vile people worthy of respect.

But still Öcalan wants to negotiate with these men, and not them alone, also with Erdogan. As I understand it the Kurdish commander presents his case this way: We are now in a strong position to negotiate, we have shown that we will not be broken, we took up arms to defend ourselves, now we command strong fighting forces and have withstood all attacks.
We could now choose one of three options, negotiate with Iran, which now needs allies in the Middle East after the Israeli army succeeded in defeating forces loyal to the Iranian government. Alternatively, we could negotiate with Israel, Britain and the United States, those who put the new government in power in Damascus. These parties want to divide, at least weaken, Syria and are open to strengthen Kurdish autonomy in an already self-governing Kurdish Rojava and possibly a larger area for the Kurds. Third, we could, as Öcalan allegedly sees it, the Kurds can negotiate with Erdogan about a future structure that guaranteed the human rights of the Kurds, their right to their culture and democracy. That is the option we should choose, says Öcalan, the others are a recipe for a hundred years of war and hatred and hostility from all our neighbours.

Yes, but Erdogan has been our oppressor for many years, we hardly want to make peace with him! To this Öcalan responds by saying that Turks and Kurds have previously lived together in peace for a thousand years. Let us look to that as we now try to step into a more peaceful future.

At a conference I recently attended in the European Union headquarters in Brussels on Kurdish issues, there was much talk about war and peace, not only in Kurdistan, but also in Ukraine, Africa and elsewhere. Northern Europeans were militant, wanted to weaponize and prepare for conflict and war. A woman from Kurdistan then stood up and said she was surprised by this talk. "We want to say farewell to arms," she said, "weapons solve no problems. We want to step out of the vicious circle of human sacrifice and destruction. You who are so warlike and audacious from afar should reconsider your way of thinking."

And again, Hemingway came to mind. His novel was set in Italy during World War I. Hemingway had been a volunteer in the Italian army fighting against the Germans and the Austrians. To begin with his fellow soldiers were all for the war. The generals and the brokers of political power could at will play the ordinary fighting soldier into death to defend the honourable and good “values." But when the going got tough, they no longer were so sure they were prepared to die. Then came the time they were inundated with awards and medals of honour for bravery in the face of the enemy's guns. And like never before all the people towing the line – the subservient media and complicit politicians - fuelled animosity and hatred towards the demonic enemy.

But gradually misgivings in the ranks arouse and began to take on a different form, directed against what was now seen to be the real threat – namely from the brokers of power manipulating the rank and file into open death. Beyond the front lines - on the other side - it can be assumed that exactly the same was taking place.

It is admirable to see the Kurds wanting to step out of such a vicious circle of killings and hatred; to see them looking for a future of peaceful coexistence, confident that this way and only in this way their war can be won.

-------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge: https://www.ogmundur.is/