Fara í efni

ESB BANNFÆRIR BAUD OG DE ZAYAS SPYR HVORT ALLT LÝÐRÆÐI SÉ HORFIÐ ÚR EVRÓPUSAMBANDINU - “IS THERE ANYTHING LEFT OF DEMOCACY IN THE EU?

Evrópusambandið hefur bannað nýja bók (Hvernig vestrið tapaði stríðinu fyrir Úkraínu) eftir svissneska greinandann Jacques Baud, meinað honum að ferðast um aðildarríki Evrópusambandsins og fryst eigur hans þar! Bókin er gagnrýnin á Vesturlönd, hvernig þau hafi borið sig að í Úkraínustríðinu, og þar með er Baud orðinn að sendiboða Rússa. Ekki alveg óþekkt staða í umræðunni nema hún gerist sífellt óvægnari og aðförin að opinni gagnrýnni umræðu harðdrægari að sama skapi. 
"Er eitthvað eftir af fræðilegu frelsi í Evrópu Voltaires? Erum við komin aftur til daga rómverska og spænska rannsóknarréttarins? " Alfred de Zayas skefur ekki utan af því, sjá neðar.  

Hér um bókina, The Russian Art of War - How the West led Ukraine to Defeat: https://maxmilo.com/collections/jacques-baud/products/the-russian-art-of-war

Baud á að baki feril sem yfirmaður í svissneska hernum, verið rágefandi innan NATÓ, m.a. í Úkraínu.

https://the307.substack.com/p/eu-sanctions-swiss-analyst-for-criticism?source=queue

https://www.bluewin.ch/en/news/international/the-eu-puts-a-swiss-ex-colonel-on-the-sanctions-list-3011557.html

https://x.com/PLottaz/status/2000708567532494949

Ég spyr, eiga Íslendingar aðild að þessum aðgerðum? Tilefni spurningar minnar er það að fram hefur komið í fréttum að utanríksiráðherra Íslands hafi undurritað skuldbindingu fyrir Íslands hönd að taka þátt í refsiaðgerðum á vegum Evrópusambandsins gegn “óvininum”. Fjölmiðlar eru vinsamlegast beðnir að upplýsa málið.


(Myndin er tekin í Safnahúsinu í Reykjavík í septembe:  2024, (sjá hér https://www.ogmundur.is/is/greinar/zayas-fra-safnahusi-i-samstodina )  og einnig er hér slóð á viðtal Karls Héðins Kirstánssonar í Samstöðinni frá því í þessari heimsókn)

Viðbrögð Alfred de Zayas við aðförinni að Jacques Baud  :
“What characterizes the books of Jacques Baud is that they are sober and fact-based, that every statement is documented with precise footnotes, with 90% Western sources. The EU cannot refute his arguments, but wants to erase the narrative at all costs.
This censorship entails violations of the European Charter of Fundamental Rights and article 19 of the International Covenant on Civil and Political Rights.
Is there anything left of academic freedom in Europe, of Voltaire? Are we back to the days of the Roman and Spanish Inquisition? The journey to the EU Ministry of Truth will yet take many more victims on the way -- including us, the readers, who are deprived of the human right of access to information -- and a full range of narratives, which we have the right to read and judge by ourselves - Sapere aude! (Horatius/Kant). No democracy can survive without academic freedom and an open exchange of views. Is there anything left of "democracy" in the EU ?”

... Í íslenskri þýðingu:
Það sem einkennir bækur Jacques Baud er hve yfrivegaar þær eru og jafnan byggðar á staðreyndum, hver fullyrðing er skjalfest með nákvæmri vísan í heimildir í neðanmálsgreinum. Að uppistöðu til eru þessar heimildir, eða 90%, vestrænar heimildir. ESB getur ekki hrakið rök hans, heldur vill eyða frásögninni hvað sem það kostar.
Þessi ritskoðun felur í sér brot á Evrópusáttmála um grundvallarréttindi og 19. grein alþjóðasáttmálans um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.
Er eitthvað eftir af fræðilegu frelsi í Evrópu Voltaires? Erum við komin aftur til daga rómverska og spænska rannsóknarréttarins?
Á leiðinni að sannleiksráðuneyti ESB verða fórnarlömbin miklu fleiri - þar á meðal við, lesendurnir sem erum sviptir þeir mannréttinum að hafa aðgang að upplýsingum - og fjölbreyttu úrvali frásagna, sem við höfum rétt til að lesa og dæma sjálf - Sapere aude! (Horatius/Kant). Ekkert lýðræði getur lifað af án fræðilegs frelsis og opinna skoðanaskipta.
Er eitthvað eftir af „lýðræði“ í ESB?

------------------

Athygli er vakin á því að hægt er að gerast áskrifandi að fréttabréfi þessarar heimasíðu á slóð sem hér er að finna: https://www.ogmundur.is/
Fréttabréfið er sent aðeins endrum og eins til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu að sjálfsögðu.
Here you can subscribe to a newsletter from this homepage, free of charge of course: https://www.ogmundur.is/

(Ábending: Margir þeirra sem hafa viljað skrá sig á útsendingarlista fréttabréfsins hafa orðið fyrir því að fá ekkert viðbragð eftir skráningu. Skýringin hefur oftar en ekki verið sú pósturinn hefur hafnað í ruslpósti. Fólk gæti að þessu.

To be taken note of: Sometime people who have wanted to subscribe to the news-letter (by pressing skrá netfang and by then giving their e-mail, netfangið þitt) have not got any confirmation. Ususally this is because the reply has been dirceted to the trash bin. Be aware of this.)