Fara í efni

TIL HVERS ER HRINGVEGURINN?

Sundlaugin á Blönduósi
Sundlaugin á Blönduósi

Enn eina ferðina dúkkar upp umræða um leiðir til að stytta hringveginn. Sú umræða er eflaust þörf en mikilvægt er að gleyma því ekki að ræða forsendur hennar, það er hvaða tilgangi hringvegurinn eigi að þjóna.
Er tilgangur hringvegarins að komast sem allra hraðast á milli stærstu þéttbýliskjarna landsins eða er hann að tengja saman stór og smá byggðarlög og jafnvel styrkja hin smærri efnahagslega og félagslega með því að beina ferðamönnum að fara um hlaðið; eiga fegurðar- og umhverfissjónarmið sem tengjast ferðamensku erindi inn í umræðu um vegamál; þarf að horfa til takmarkaðra fjármuna bæði ríkissjóðs og þeirra sem fara um vegakerfið, nokkuð sem þörf er á að ræða núna sérstaklega með ríkisstjórn við völd sem ætlar í ríkari mæli ofan í vasa okkar sem um vegina fara?

En ástæðan fyrir þessum vangaveltum mínum nú er sú að í fjölmiðlum er rifjað upp að í tíð minni sem samgönguráðherra fyrir áratug hafi ég lagst gegn styttingu hringvegarins og að fram hafi komið ásaknir um að það hafi verið lögleysa:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/04/vill_stytta_ferdina_milli_reykjavikur_og_akureyrar/

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/05/22/for_radherrann_framhja_vegalogum/

Staðreyndin er sú að rétt er hermt að ég hafi lagst gegn styttingu vegarins í Húnavatnssýslu því áformin gengu út að sniðganga Blönduós. Þetta var hins vegar fullkomlega löglegt og í fullu sámráði við íbúa á svæðinu. Skrifaði ég nokkuð um þetta, m.a. það sem sjá má hér:

https://www.ogmundur.is/is/greinar/akvordun-er-i-samraemi-vid-samgonguaaetlun

https://www.ogmundur.is/is/greinar/spurt-ad-gefnu-tilefni